Brúðubíllinn í íþróttamiðstöðinni að Varmá í dag
Í dag, 27. júní, kemur brúðubíllinn í heimsókn í Mosfellsbæ með sýninguna Brúðutangó. Í Brúðutangó koma fram nokkrar af vinsælustu brúðum bílsins s.s. Agnarögn, litli fíllinn úr sögu Kiplings, Kústur, óperusöngkonan Mímí o.fl. Sýningin verður í íþróttamiðstöðinni að Varmá klukkan 17:00 sökum veðurs.
Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2013.
Stórmót Gogga Galvaska verður í Mosfellsbæ helgina 28. – 30. júní
Undanfarin ár hefur Frjálsíþróttadeild Ungmennafélagsins Aftureldingar haldið sitt árlega frjálsíþróttamót fyrir börn og unglinga að 14 ára aldri hér í Mosfellsbæ. Mót þetta er betur þekkt undir heitinu Goggi Galvaski en þar hefur margt ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk af öllu landinu stigið sín fyrstu spor í vegferð sem síðar hefur komið því í röð fremsta íþróttafólks þjóðarinnar í þessari íþróttagrein.
Nemendur léku á fiðlur og selló í Mosfellsbæ
Dagana 21. – 23. júní var haldið námskeið í Mosfellsbæ fyrir nemendur sem stunda nám eftir Suzuki aðferðinni. Námskeiðið fór fram í Listaskóla Mosfellsbæjar, Safnaðarheimilinu og í Varmárskóla. Fernir tónleikar voru svo haldnir í Kjarnanum. Fyrir þessu stóð Suzukisamband Íslands sem er félag Suzukikennara, nemenda og fjölskyldna þeirra. Svona námskeið eru haldin á hverju sumri á mismunandi stöðum á landinu og varð Mosfellsbær fyrir valinu í ár.
Félagsstarf aldraðra komið í sumarfrí
Félagsstarf aldraðra er komið í sumarfrí frá 18 juni en mun opna aftur 7 ágúst. Sú nýjung verður tekin upp að stundatafla verður gefin út og auglýst í Mosfelling 22. ágúst og á heimasíðu bæjarins. Margt skemmtilegt og fjölbreytt verður í boði næsta vetur fyrir eldri borgara Mosfellsbæjar.
Spennandi markaðir í Mosfellsbæ
Varmárskólasvæði, verkefnislýsing deiliskipulags
Kynning á verkefnislýsingu deiliskipulags skv. 40. gr. skipulagslaga. Markmið deiliskipulagsins eru að auka umferðaröryggi, marka stefnu um frekari byggingar og kveða á um nýtingu lóðarinnar. Ábendingar varðandi verkefnislýsinguna berist fyrir 1. júlí.
Kynningarblað um uppbyggingu í Mosfellsbæ
Kynningarblað um uppbyggingu í Mosfellsbæ kom út um helgina. Markmiðið með útgáfu blaðsins var að taka saman þá margvíslegu möguleika til uppbyggingar sem er að finna í Mosfellsbæ. Undanfarin misseri hefur verið hugað að innviðum og hér eru að rísa framhaldskóli, hjúkrunarheimili og fleiri byggingar sem munu bæta þjónustuna við bæjarbúa enn frekar.
Ný leiktæki sett upp í Ævintýragarðinum
Ævintýragarður fyrir alla fjölskylduna er nú óðum að taka á sig mynd í Ullarnesbrekkum en mikil uppbygging stíga og gróðurs hefur átt sér stað ásamt að skátar setja upp leiktæki. Frá því að bæjarstjórn samþykkti að gera garðinn, af tilefni 20 ára afmæli Mosfellsbæjar, hefur verið unnið við uppbyggingu
Hátíðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní 2013
Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda.
Stöndum saman - Nágrannavarsla
Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti. Hægt er að fá upplýsingar um “nágrannavörslu í Mosfellsbæ” hjá Sjóvá þar sem einnig er hægt að nálgast handbók um nágrannavörslu.
Ný líkamsræktartæki við íþróttahúsið Varmá
Nú hefur útitækjum til líkamsræktar verið komið fyrir á lóðinni við Íþróttamiðstöðina að Varmá þar sem þau munu nýtast nemendum og öðrum íþróttaiðkendum til æfinga.
Sumaropnun leikskóla í Mosfellsbæ
Vegna umfjöllunar um sumarlokanir leikskóla í fjölmiðlum er rétt að upplýsa um að foreldrar í Mosfellsbæ velja hvenær þeir taka sumarleyfi fyrir barn sitt. Þessi háttur hefur verið hafður á nú í nokkur ár.
Ný Slökkvistöð í Mosfellsbæ
Fyrsta skóflustungan að nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut 1 í Mosfellsbæ var tekin þriðjudaginn 11. júní. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri tók skóflustunguna ásamt fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). Byggðaþróun undanfarinna ára hefur stækkað þjónustusvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) töluvert og gert það að verkum að útkallstíminn hefur ekki verið nægilega góður á tilteknum svæðum
Ný slökkvistöð í Mosfellsbæ
Fyrsta skóflustungan að nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut 1 í Mosfellsbæ verður tekin þriðjudaginn 11. júní kl. 15:30 (á horni Skarhólabrautar og Vesturlandsvegar). Haraldur Sverrisson bæjarstjóri tekur skóflustunguna ásamt fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). Slökkviliðs- og sjúkrabílar verða á staðnum.
Veljum nafn á hjúkrunarheimilið í Mosfellsbæ
Ákveðið hefur verið að framlengja frest til 28. apríl til að taka þátt í kosningu á nafnaval hjúkrunarheimilinu EIR en senn líður að því að hjúkrunarheimilið við Langatanga verði tekið í notkun og hefur íbúum Mosfellsbæjar gefist kostur á að taka þátt í nafnavalinu. Leitað hefur verið í smiðju hugmyndaríkra Mosfellinga og út úr því komu fjöldi nafna sem hafa tilvísun ýmist í starfsemi hússins, staðhætti, fornsögurnar eða bókmenntir.
Þakkir frá Lágafellsskóla
Vísindaferð starfsmanna Bókasafnsins til Helsinki
Fastráðið starfsfólk Bókasafns Mosfellsbæjar heimsóttu finnsk almenningsbókasöfn í lok maí.
Mosfellska hljómsveitin Kaleo á kortið
Mosfellska hljómsveitin Kaleo hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu.
Rótarýlundurinn opnaður almenningi
Árið 1991 fékk Rótarýklúbbur Mosfellssveitar úthlutað spildu til trjáræktar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Spildan fékk nafnið Rótarýlundurinn. Á hverju vori síðan hafa Rótarýfélagar ásamt fjölskyldum mætt í lundinn og tekið til hendinni, gróðursett tré og runna af ýmsum tegundum, borið á og hlúð að. Landgræðsla Ríkisins hefur stutt við verkefnið með því að leggja til plöntur og áburð. Starfsmenn Mosfellsbæjar hafa veitt góð ráð og verið reiðubúnir að leggja lið ef til þeirra hefur verið leitað.