Vegna umfjöllunar um sumarlokanir leikskóla í fjölmiðlum er rétt að upplýsa um að foreldrar í Mosfellsbæ velja hvenær þeir taka sumarleyfi fyrir barn sitt. Þessi háttur hefur verið hafður á nú í nokkur ár.
Leikskólarnir eru opnir allt sumarið ef eitthvert barn er skráð í vistun. Orlofstíminn er frá 15. maí til 15. ágúst og öll börn fá 20 daga sumarfrí á þeim tíma. Leikskólarnir, sem eru sjö, fara hins vegar í samstarf og vinna saman yfir hásumarið. Þegar flest börnin eru í fríi sem er í júlímánuði eru starfstöðvar sameinaðar á einn stað, en þá eru að öllu jöfnu yfir 90 prósent barnanna í sumarleyfi.
Þess má geta að aðalorlofstími leikskólanna í ár er frá 8. júlí til 6. ágúst og að um 96% foreldra hafa valið orlofstíma barna sinna á þeim tíma.
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.