Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. júní 2013

Vegna um­fjöll­un­ar um sum­ar­lok­an­ir leik­skóla í fjöl­miðl­um er rétt að upp­lýsa um að for­eldr­ar í Mos­fells­bæ velja hvenær þeir taka sum­ar­leyfi fyr­ir barn sitt. Þessi hátt­ur hef­ur ver­ið hafð­ur á nú í nokk­ur ár.

Leik­skól­arn­ir eru opn­ir allt sum­ar­ið ef eitt­hvert barn er skráð í vist­un. Or­lofs­tím­inn er frá 15. maí til 15. ág­úst og öll börn fá 20 daga sum­ar­frí á þeim tíma. Leik­skól­arn­ir, sem eru sjö, fara hins veg­ar í sam­st­arf og vinna sam­an yfir há­sum­ar­ið. Þeg­ar flest börn­in eru í fríi sem er í júlí­mán­uði eru starfstöðv­ar sam­ein­að­ar á einn stað, en þá eru að öllu jöfnu yfir 90 pró­sent barn­anna í sum­ar­leyfi.

Þess má geta að að­al­or­lofs­tími leik­skól­anna í ár er frá 8. júlí til 6. ág­úst og að um 96% for­eldra hafa val­ið or­lofs­tíma barna sinna á þeim tíma.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00