Nú hefur útitækjum til líkamsræktar verið komið fyrir á lóðinni við Íþróttamiðstöðina að Varmá þar sem þau munu nýtast nemendum og öðrum íþróttaiðkendum til æfinga.
Norwell outdoor fitness eru líkamsræktartæki til notkunar utanhúss. Tækin eru hönnuð til að allir, óháð aldri og daglegum störfum, geti notið þess að stunda lífsnauðsynlega hreyfingu t.d. í almenningsgörðum, á vinnustöðum, á skólalóðum, á íþróttavöllum, tjaldstæðum og við göngustíga. Tækin byggja á einfaldri skandínavískri hönnun og bjóða upp á rétta þjálfun fyrir heilsuna og líkamann ásamt ánægjulegri upplifun. Lýðheilsa er lykilorð í samtímanum þar sem fjöldi barna og fullorðinna eyða sífellt meiri tíma í kyrrsetu. Útitækin eru frábær leið til heilsueflingar almennings. Líkamsræktarstöðvar þjóna sínu hlutverki en útitækin bjóða þeim sem frekar kjósa hreyfingu úti við upp á frábæran kost og eru skemmtileg lausn fyrir sveitarfélög til að efla lýðheilsu. Rekstrarkostnaður er lítill sem enginn. Nú hefur Norwell einnig þróað tæki fyrir börn , Norwell Junior, sem henta vel fyrir skóla og íþróttamiðstöðvar. Tækin bjóða upp á aukna þjálfun úti við fyrir yngsta fólkið.
Frekari upplýsingar er um tækin máfinna á www.ismork.is
Frétt tekin úr Mosfellingi