Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. júní 2013

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til kynn­ing­ar verk­efn­is­lýs­ingu skv. 40. gr. skipu­lagslaga fyr­ir gerð deili­skipu­lags fyr­ir lóð Varmár­skóla og næsta ná­grenni.

Markmið með deili­skipu­lag­inu er að leggja lín­ur fyr­ir úr­bæt­ur í um­ferð­ar­mál­um við skól­ann með það að meg­in­mark­miði að auka um­ferðarör­yggi, að marka stefnu um hugs­an­leg­ar frek­ari bygg­ing­ar fyr­ir skól­ann, og kveða á um nýt­ingu skóla­lóð­ar­inn­ar, nán­ar til­tek­ið um út­færslu leik­svæða, lands­lags­mót­un og gróð­ur­setn­ingu.

Í verk­efn­is­lýs­ing­unni kem­ur lög­um sam­kvæmt fram „hvaða áhersl­ur sveit­ar­stjórn (hef­ur) við deili­skipu­lags­gerð­ina og upp­lýs­ing­ar um for­send­ur og fyr­ir­liggj­andi stefnu og fyr­ir­hug­að skipu­lags­ferli, s.s. um kynn­ingu og sam­ráð við skipu­lags­gerð­ina gagn­vart íbú­um og öðr­um hags­muna­að­il­um.“

At­huga­semd­um og ábend­ing­um varð­andi skipu­lags­lýs­ing­una má skila til þjón­ustu­vers­ins eða und­ir­rit­aðs og er æski­legt að þær ber­ist fyr­ir 1. júlí n.k.

21. júní 2013
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni