Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóð Varmárskóla og næsta nágrenni.
Markmið með deiliskipulaginu er að leggja línur fyrir úrbætur í umferðarmálum við skólann með það að meginmarkmiði að auka umferðaröryggi, að marka stefnu um hugsanlegar frekari byggingar fyrir skólann, og kveða á um nýtingu skólalóðarinnar, nánar tiltekið um útfærslu leiksvæða, landslagsmótun og gróðursetningu.
Í verkefnislýsingunni kemur lögum samkvæmt fram „hvaða áherslur sveitarstjórn (hefur) við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.“
Athugasemdum og ábendingum varðandi skipulagslýsinguna má skila til þjónustuversins eða undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir 1. júlí n.k.
21. júní 2013
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.