Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2013.
Almenningur getur tilnefnt þá garða, götur og fyrirtæki í Mosfellsbæ sem þeim finnst skara fram úr í umhverfismálum.
Umhverfisviðurkenningar verða veittar í þremur flokkum:
- Garðar
- Íbúagötur
- Fyrirtæki
Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga má senda rafrænt eða með tölvupósti á mos@mos.is.
Tilnefningum skal skilað fyrir 1. ágúst 2013 og mun umhverfisnefnd fara yfir innsendar tilnefningar að því loknu og veita þeim sem verða fyrir valinu viðurkenningar við sérstaka athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima í ágúst.
Tengt efni
Umhverfisviðurkenningar 2024 afhentar á setningarathöfn bæjarhátíðar
Hátíðardagskrá var í Hlégarði fimmtudaginn 29. ágúst þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024
Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2024.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 afhentar á bæjarhátíð
Hátíðardagskrá var í Hlégarði sunnudaginn 27. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.