Dagana 21. – 23. júní var haldið námskeið í Mosfellsbæ fyrir nemendur sem stunda nám eftir Suzuki aðferðinni.
Námskeiðið fór fram í Listaskóla Mosfellsbæjar, Safnaðarheimilinu og í Varmárskóla. Fernir tónleikar voru svo haldnir í Kjarnanum.
Fyrir þessu stóð Suzukisamband Íslands sem er félag Suzukikennara, nemenda og fjölskyldna þeirra. Svona námskeið eru haldin á hverju sumri á mismunandi stöðum á landinu og varð Mosfellsbær fyrir valinu í ár. Á þessu námskeiði léku fiðlu-, víólu- selló- og gítarnemendur. Nýbúið var að halda námskeið fyrir blokkflautu- og þverflautunemendur á Selfossi og námskeið fyrir píanónnemendur í Hafnarfirði.
Alls tóku 115 nemendur á aldrinum 4-15 ára þátt í námskeiðinu og kennarar voru 26 talsins. Krakkarnir mættu í kennslustundir, fóru í sund og spiluðu á tónleikum.
Leynigestur, Greta Salome Stefánsdóttir, kom á námskeiðið og vann með nemendum á laugardag og sunnudag. Hún leiddi síðan tæplega 50 barna hóp í jazzlagi í Kjarnanum þar sem tónleikar voru haldnir báða dagana. Það vakti mikla lukku.
Fjölmiðlar mættu á staðinn bæði frá Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu.
Við kunnum Atla Guðlaugssyni skólastjóra Listaskólans og öllum þeim sem svo vel tóku á móti okkur í Mosfellsbæ bestu þakkir.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.