Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Dag­ana 21. – 23. júní var hald­ið nám­skeið í Mos­fells­bæ fyr­ir nem­end­ur sem stunda nám eft­ir Suzuki að­ferð­inni.

Nám­skeið­ið fór fram í Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar, Safn­að­ar­heim­il­inu og í Varmár­skóla. Fern­ir tón­leik­ar voru svo haldn­ir í Kjarn­an­um.

Fyr­ir þessu stóð Suzuki­sam­band Ís­lands sem er fé­lag Suzuki­kenn­ara, nem­enda og fjöl­skyldna þeirra.  Svona nám­skeið eru hald­in á hverju sumri á mis­mun­andi stöð­um á land­inu og varð Mos­fells­bær fyr­ir val­inu í ár. Á þessu nám­skeiði léku fiðlu-, víólu- selló- og gít­ar­nem­end­ur. Ný­bú­ið var að halda nám­skeið fyr­ir blokk­flautu- og þverf­lautu­nem­end­ur á Sel­fossi og nám­skeið fyr­ir pí­anónnem­end­ur í Hafnar­firði.

Alls tóku 115 nem­end­ur  á aldr­in­um 4-15 ára þátt í  nám­skeið­inu og kenn­ar­ar voru 26 tals­ins. Krakk­arn­ir mættu í  kennslu­stund­ir, fóru í sund og spil­uðu á tón­leik­um.

Leynigest­ur, Greta Salome Stef­áns­dótt­ir, kom á nám­skeið­ið  og vann með nem­end­um á laug­ar­dag og sunnu­dag. Hún leiddi síð­an tæp­lega 50 barna hóp í jazzlagi í Kjarn­an­um þar sem tón­leik­ar voru haldn­ir báða dag­ana. Það vakti mikla lukku.

Fjöl­miðl­ar mættu á stað­inn bæði frá Stöð 2 og Rík­is­sjón­varp­inu.

Við kunn­um Atla Guð­laugs­syni skóla­stjóra Lista­skól­ans og öll­um þeim sem svo vel tóku á móti okk­ur í Mos­fells­bæ  bestu þakk­ir.

Tengt efni