Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda. Hún hefst með guðþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00 og síðan hefst hátíðardagskráin kl. 13:30 á miðbæjartorgi. Þaðan verður síðan farið í skrúðgöngu að Hlégarði en þar verður boðið upp á fjölskyldudagskrá sem stendur fram eftir degi.
Í Listasal Mosfellsbæjar verður sérstök opnun á sýningu Maríu Möndu, Milli tveggja heima og salurinn hvetur alla til að líta við frá kl. 12:00 – 17:00.
Fólk er hvatt til að skilja bíla sína eftir heima eða gæta þess ella að leggja í merkt bílastæði, svo sem við Kjarna eða Varmá.
Tengt efni
Foreldrafundur í kvöld
Fræðslu og frístundavið Mosfellsbæjar stendur fyrir foreldrafundi í kvöld, þriðjudag 22. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17:30 og er haldinn á Teams.
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.