Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. júní 2013

Und­an­farin ár hef­ur Frjálsí­þrótta­deild Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar hald­ið sitt ár­lega frjálsí­þrótta­mót fyr­ir börn og ung­linga að 14 ára aldri hér í Mos­fells­bæ.

Mót þetta er bet­ur þekkt und­ir heit­inu Goggi Gal­vaski en þar hef­ur margt ungt og efni­legt frjálsí­þrótta­fólk af öllu land­inu stig­ið sín fyrstu spor í veg­ferð sem síð­ar hef­ur kom­ið því í röð fremsta íþrótta­fólks þjóð­ar­inn­ar í þess­ari íþrótta­grein.

Mót þessi hafa jafn­an stað­ið yfir síð­ustu helgi júní­mán­að­ar frá föstu­degi til sunnu­dags með þátt­töku frjálsí­þrótta­fé­laga af öllu land­inu. Keppt er í al­geng­ustu frjálsí­þrótta­grein­um, þar sem ungt efni­legt frjálsí­þrótta­fólk fær að spreyta sig, auk þess að boð­ið er upp á létt­ar keppn­is­grein­ar fyr­ir yngstu þátt­tak­end­urna.

Stór­mót Gogga Gal­vaska er nú hald­ið í 24. skipti og stytt­ist því í stóraf­mæl­ið. Í ár er ætl­un­in að halda veg­legt mót helg­ina 28. – 30. júní n.k. en und­an­farin ár hef­ur Goggi und­ið upp á sig með alls kyns uppá­kom­um sam­hliða hinni hefð­bundnu keppni.

Auk keppn­is­móts þessa of­an­greinda helgi mun margt verða til skemmt­un­ar fyr­ir þátt­tak­end­ur, for­eldra/for­sjár­að­ila og þjálf­ara á Gogga Gal­vaska, svo sem rat­hlaup, sund­laugarpartý, grill­veisla og fleira. Það mun því verða líf og fjör á Varmár­velli síð­ustu helg­ina í júní 2013 þeg­ar ungt og efni­legt frjálsí­þrótta­fólk hvaðanæva af land­inu mun takast á í skemmti­legri keppni. Svo er aldrei að vita nema að við fáum ein­hverja meist­ara­flokkskepp­end­ur til þess að keppa í mótslok eins og í fyrra og reyna við ný met.

Það verð­ur því líf og fjör að Varmá um helg­ina.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00