Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2013

Mos­fellska hljóm­sveit­in Kal­eo hef­ur vak­ið verð­skuld­aða at­hygli að und­an­förnu.

Kal­eo er skip­uð þeim Jökli Júlí­us­syni, Dav­íð Ant­ons­syni, Daníel Ægi Kristjáns­syni og Ru­bin Pollock. Áður skip­uðu þeir hljóm­sveit­ina Timb­urmenn sem Mos­fell­ing­ar ættu að vera vel kunn­ug­ir. Nú eru þeir hins­veg­ar farn­ir að semja sína eig­in tónlist und­ir nafn­inu Kal­eo.

Vor í Vagla­skógi í nýj­um bún­ingi

Þrjú lög hafa nú lit­ið dags­ins ljós og hafa ver­ið tekin í spilun á út­varps­stöðv­um lands­ins. Í vik­unni gáfu þeir út sína nýj­ustu af­urð sem er ný út­gáfa af hinni gömlu perlu Vor í Vagla­skógi sem Villi Vill söng upp­haf­lega. Af hverju Vor í Vagla­skógi? „Lag­ið hef­ur ver­ið í miklu upp­á­haldi og Jök­ull kom með til­lögu að nýj­um bún­ingi sem við féll­um gjör­sam­lega fyr­ir,“ seg­ir Dav­íð og svitn­ar und­ir handakrik­un­um. „Lag­ið er fal­legt og text­inn líka. Gott lag má spila á hvaða hátt sem er,“ bæt­ir Jök­ull við.

Sex laga plata vænt­an­leg

Um helg­ina taka þeir þátt í mik­illi tón­list­ar­veislu sem nefn­ist Kefla­vík Mus­ic Festi­val og troða þar upp á föstu­dags­kvöldi ásamt rjóma ís­lenskra tón­list­ar­manna og er­lend­um stjörn­um. „Mark­mið­ið er að koma sem mest fram í sum­ar og erum við þétt bók­að­ir nú þeg­ar. Þá erum við að leggja hönd á okk­ar fyrstu plötu, Glass­house og er aldrei að vita nema út­gáfu­tón­leik­arn­ir verði haldn­ir í gróð­ur­hús­inu í Dals­garði þar sem það væri nú við hæfi,“ seg­ir Jök­ull og ríf­ur sig úr að ofan. Plat­an mun inni­halda sex lög og verð­ur vænt­an­leg síðla sum­ars.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00