Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram fimmtudaginn 30. maí við hátíðlega athöfn í Hlégarði.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður haustið 2009. Sex námsbrautir eru við skólann og er fjöldi nemenda við skólann um tvö hundruð og fimmtíu. Að þessu sinni voru alls fimmtán nemendur brautskráðir. Brautskráðir voru þrettán stúdentar og eru tólf af félags- og hugvísindabraut og einn af náttúruvísindabraut. Einnig útskrifuðust tveir nemendur af listabraut.
Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Helga Rúnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í sögu og einnig fyrir góðan árangur í textíl og hönnun. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í tónlist fékk Stefán Valgeir Guðjónsson. Mosfellsbær veitti jafnframt Margréti Sögu Gunnarsdóttur viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Fyrir störf í þágu Nemendafélags FMOS fengu Margrét Saga Gunnarsdóttir og Helga Rúnarsdóttir viðurkenningu.
Tengt efni
FMOS tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023
Fimm skólar eða aðrar menntastofnanir eru tilnefndar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023.
Einstakt samstarf í baráttunni gegn einelti
Hátt í 200 ungmenni úr Varmárskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ unnu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti, á vel heppnuðu nemendaþingi um einelti.
Svefn er gulls ígildi - Fyrirlestur 11. október kl. 19:30
FMOS og Félagsmiðstöðin Ból í samvinnu við ÍSÍ #beactive bjóða foreldrum og öllum sem vilja á fyrirlestur með Dr. Erlu Björnsdóttur, stofnanda Betri svefns.