Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2013

Út­skrift­ar­há­tíð Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ fór fram fimmtu­dag­inn 30. maí við há­tíð­lega at­höfn í Hlé­garði.

Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ var stofn­að­ur haust­ið 2009. Sex náms­braut­ir eru við skól­ann og er fjöldi nem­enda við skól­ann um tvö hundruð og fimm­tíu. Að þessu sinni voru alls fimmtán nem­end­ur braut­skráð­ir. Braut­skráð­ir voru þrett­án stúd­ent­ar og eru tólf af fé­lags- og hug­vís­inda­braut og einn af nátt­úru­vís­inda­braut. Einn­ig út­skrif­uð­ust tveir nem­end­ur af lista­braut.

Út­skrift­ar­nem­end­um voru veitt­ar við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir góð­an náms­ár­ang­ur. Helga Rún­ars­dótt­ir fékk við­ur­kenn­ingu fyr­ir góð­an ár­ang­ur í sögu og einn­ig fyr­ir góð­an ár­ang­ur í tex­tíl og hönn­un. Við­ur­kenn­ingu fyr­ir góð­an ár­ang­ur í tónlist fékk Stefán Val­geir Guð­jóns­son. Mos­fells­bær veitti jafn­framt Mar­gréti Sögu Gunn­ars­dótt­ur við­ur­kenn­ingu fyr­ir hæstu einkunn á stúd­ents­prófi. Fyr­ir störf í þágu Nem­enda­fé­lags FMOS fengu Mar­grét Saga Gunn­ars­dótt­ir og Helga Rún­ars­dótt­ir við­ur­kenn­ingu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00