Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. júní 2013

Æv­in­týra­garð­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una er nú óðum að taka á sig mynd í Ull­ar­nes­brekk­um en mik­il upp­bygg­ing stíga og gróð­urs hef­ur átt sér stað ásamt að skát­ar setja upp leik­tæki.

Frá því að bæj­ar­stjórn sam­þykkti að gera garð­inn, af til­efni 20 ára af­mæli Mos­fells­bæj­ar, hef­ur ver­ið unn­ið við upp­bygg­ingu á stíga­kerfi og gróðri á svæð­inu.

Búið er að leggja mal­bik­að­an og upp­lýst­an að­al­stíg sem ligg­ur í gegn­um all­an garð­inn, frá íþrótta­svæð­inu við Varmá að Leir­vogstungu, með rósa­torgi í miðj­unni og göngu­brúm við hvorn enda. Auk þess hef­ur ver­ið lagð­ur út frá að­al­stígn­um minni mal­ar­stíg­ur, svo­nefnd­ur Æt­i­stíg­ur, sem ligg­ur með­fram hinum ýmsu æti­plönt­um sem plant­að hef­ur ver­ið með­fram hon­um,  m.a. fjöl­mörg­um teg­und­um berj­ar­unna. Þar geta Mos­fell­ing­ar lagt leið sína næsta haust til að tína ber og njóta um­hverf­is­ins.

Síð­ast­lið­ið sum­ar var sett upp fræðslu­skilti um Æv­in­týra­garð­inn við inn­kom­una að sunn­an­verðu frá íþrótta­svæð­inu við Varmá. Fræðslu­skilt­ið sýn­ir verð­launa­til­lögu Land­mót­un­ar um skipu­lag Æv­in­týra­garðs­ins og hvernig upp­bygg­ing er fyr­ir­hug­uð í garð­in­um á næstu miss­er­um.

Í vet­ur hef­ur síð­an ver­ið unn­ið að upp­setn­ingu leik­tækja á svæð­inu. Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar hef­ur sett upp nokk­ur  skáta­leik­tæki í suð­urenda garðs­ins, ná­lægt íþrótta­svæð­inu við Varmá. Þar er um að ræða ýmis klif­ur- og þrauta­tæki ásamt veg­leg­um hlaupa­ketti sem hægt er að sveifla sér í. Einnig hef­ur ver­ið sett upp klif­ur­net í miðj­um garð­in­um, ná­lægt íþrótta­vell­in­um, sem vin­sælt er með­al yngri kyn­slóð­ar­inn­ar.

„Íbú­ar í Mos­fells­bæ eru hvatt­ir til að nýta sér þessi nýju leik­tæki og skoða þær fram­kvæmd­ir sem fram hafa far­ið í garð­in­um á síð­ustu miss­er­um. Til­val­ið fyr­ir göngu­fólk að kynna sér nýj­ar leið­ir og sjá Mos­fells­bæ frá öðru sjón­ar­horni. Garð­ur­inn mun án efa nýt­ast jafn ung­um sem öldn­um í sum­ar,“ seg­ir Tóm­as G. Gísla­son um­hverf­is­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni