Á liðnu skólaári hafa tuttugu nemendur úr Lágafellsskóla stundað starfsþjálfun sem hluta af sínu námi.
Þjálfunin fellur undir valgreinar 9. og 10. bekkja og felst í því að vinna tvo klukkutíma á viku hjá viðkomandi fyrirtæki án endurgjalds. Tilgangurinn er að nemendur fái tækifæri til að kynna sér starfssvið sem þeir hafa áhuga á.
Krakkarnir hafa notið gestrisni og leiðsagnar tíu fyrirtækja í Mosfellsbæ. Þau fyrirtæki sem hafa lagt verkefninu lið eru: Mosfellsbakarí, Hárstofan Sprey, Aristó hárstofa, Hundaheimur, Leikskólinn Hulduberg, Krikaskóli, Pílus hársnyrtistofa, Leikskóladeild Lágafellsskóla, Bílapartar og Hestamennt. Gott samstarf hefur verið við þessa aðila og vill Lágafellsskóli koma á framfæri þökkum til fyrir óeigingjarnt starf í þágu ungmenna í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Afmælishátíð Lágafellsskóla 2022
20 ára afmæli Lágafellsskóla var haldið með pompi og pragt þriðjudaginn 29. nóvember sl.
Baráttudagur gegn einelti í Lágafellsskóla
Fimmtudagurinn 8. nóvember var líflegur í Lágafellsskóla, en þá komu saman allir skólavinir skólans og perluðu saman armbönd.
Lokaverkefni nemenda í 10. bekk Lágafellsskóla
Dagana 18. maí – 1. júní unnu nemendur í 10. bekk að lokaverkefni sínu þar sem fléttað var saman dönsku, ensku, íslensku, náttúrufræði, samfélagsfræði og stærðfræði.