Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2013

Á liðnu skóla­ári hafa tutt­ugu nem­end­ur úr Lága­fells­skóla stundað starfs­þjálf­un sem hluta af sínu námi.

Þjálf­un­in fell­ur und­ir val­grein­ar 9. og 10. bekkja og felst í því að vinna tvo klukku­tíma á viku hjá við­kom­andi fyr­ir­tæki án end­ur­gjalds. Til­gang­ur­inn er að nem­end­ur fái tæki­færi til að kynna sér starfs­svið sem þeir hafa áhuga á.

Krakk­arn­ir hafa not­ið gest­risni og leið­sagn­ar tíu fyr­ir­tækja í Mos­fells­bæ. Þau fyr­ir­tæki sem hafa lagt verk­efn­inu lið eru: Mos­fells­bak­arí, Hár­stof­an Sprey, Aristó hár­stofa, Hunda­heim­ur, Leik­skól­inn Huldu­berg, Krika­skóli, Pílus hársnyrti­stofa, Leik­skóla­deild Lága­fells­skóla, Bílapart­ar og Hesta­mennt. Gott sam­st­arf hef­ur ver­ið við þessa að­ila og vill Lága­fells­skóli koma á fram­færi þökk­um til fyr­ir óeig­ingjarnt starf í þágu ung­menna í Mos­fells­bæ.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00