Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2013

Fast­ráð­ið starfs­fólk Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar heim­sótti finnsk al­menn­ings­bóka­söfn í lok maí.

Verk­efna­stjóri hjá Borg­ar­bóka­safni Hels­inki hafði und­ir­bú­ið tveggja daga dagskrá og voru mót­tök­ur alls stað­ar frá­bær­ar.

Finn­ar framar­lega í safna­mál­um

Finn­ar eru mjög framar­lega í þró­un al­menn­ings­bóka­safna hvað varð­ar þjón­ustu, tækni, bún­að, saf­nefni og bygg­ing­ar. Söfn­in eru að verða „svæði fyr­ir íbú­ana“ í aukn­um mæli. Þau hvetja til nýrra hug­mynda og hugs­ana og deila kunn­áttu, þekk­ingu og reynslu með við­skipta­vin­um. Finn­ar eru dug­leg­ast­ir allra Norð­ur­landa­búa að sækja bóka­söfn og út­lán mik­il, ekki síst barna­efni.

Sér­stök þjón­usta

Með­al starfs­manna safn­anna í Hels­inki eru svo­kall­að­ir „far­tölvu­lækn­ar“ sem hægt er að leita til með hvers kyns tölvu­vanda­mál. Far­ið er yfir mál­ið með við­skipta­vin­um og þeim hjálp­að til sjálfs­hjálp­ar. Al­hliða upp­lýs­ing­ar eru veitt­ar og boð­ið upp á tölvu­kennslu. Tón­list­ar­ráð­gjaf­ar, bók­mennta­ráð­gjaf­ar og fleiri sér­fræð­ing­ar og tækni­menn eru einn­ig til reiðu, end­ur­gjalds­laust. Margt ungt fólk vinn­ur í söfn­un­um og með­al verk­efna er ein­fald­lega að sitja og spjalla við gesti, ekki síst börn og ung­linga. Heim­sótt voru fimm al­menn­ings­bóka­söfn,
hvert með sínu sniði. Öll eru þau hluti af heild­ar­mynd Borg­ar­bóka­safns Hels­inki.

Hefð­bund­in bóka­söfn heim­sótt

Fyrst var kom­ið í 100 ára gamla bóka­safns­bygg­ingu. Þar hef­ur starf­sem­in ver­ið að­lög­uð breytt­um not­enda­hópi, sem eru ung­ar barna­fjöl­skyld­ur og náms­menn og er fjöl­breytt starf­semi fyr­ir alla ald­urs­hópa. Ann­að safn var í versl­un­ar­mið­stöð og mik­ill fjöldi gesta streym­ir um dag­lega. Þar er mik­ill er­ill og fjör, margt í gangi og fátt bann­að ann­að en hlaupa um. Þá lá leið­in í ný­upp­gert út­hverfa­safn. Not­enda­hóp­ur­inn er fyrst og fremst börn og ung­ling­ar. Haft var sam­ráð við íbúa við end­ur­gerð hús­næð­is og bún­að­ar. Lít­ið en at­hygl­is­vert úti­bú var heim­sótt í Swea­borg, sem er eyja úti fyr­ir Hels­inki og var áður hern­að­ar­virki. Þar eru mörg sögu­tengd söfn.

Óhefð­bund­in bóka­söfn

Að sjálf­sögðu er bókin í fyr­ir­rúmi í lang­flest­um safn­anna, enda mik­il eft­ir­spurn. Í nokkr­um söfn­um hef­ur þó al­far­ið ver­ið breytt um út­lit og áhersl­ur. Tvö þeirra voru heim­sótt. Í Li­br­ary 10 er fyrst og fremst tón­list­ar­efni í boði og þær fáu bæk­ur sem eru til út­láns tengjast mest­megn­is tónlist og tón­listar­fólki, nema nokkr­ir tug­ir svo­kall­aðra „Best-sell­ers“. Boð­ið er upp á æf­inga­her­bergi með hljóð­fær­um og lít­il upp­töku­stúd­íó, allt ókeyp­is. Þá eru græj­ur til að færa efni af snæld­um, vinyl og VHS yfir á diska. Í Meet­ing­po­int eru eng­ar bæk­ur, held­ur alls
kon­ar önn­ur þjón­usta og starf­semi. Að­staða er til að halda stóra og litla fundi og hægt að prenta hvers kyns efni, m.a. í þrívídd eft­ir teikn­ing­um við­skipta­vina.

Fram­tíð­ar­sýn

Kynnt var skipu­lags­vinna og fram­tíð­ar­sýn fyr­ir nýtt borg­ar­bóka­safn sem verð­ur opn­að árið 2017. Byggt er á þeirri fram­tíð­ar­sýn í starf­semi og þjón­ustu al­menn­ings­bóka­safna sem er að ryðja sér til rúms á Norð­ur­lönd­um og víð­ar. Al­menn­ings­bóka­söfn fram­tíð­ar­inn­ar eru s.k. „Medi­a­space“. Þau eru ekki bygg­ing­ar held­ur stað­ir þar sem skipst er á þekk­ingu og reynslu. Þau eru menn­ing­ar­leg­ir stefnu­mótastað­ir sem bjóða fjöl­breytt tæki­færi til sam­skipta, fé­lags­legra at­hafna og auk þess sta­f­ræn­an að­g­ang. Þau eru sveigj­an­leg­ir og virk­ir griðastað­ir fyr­ir alla sem leita þekk­ing­ar, hvatn­ing­ar og per­sónu­legs þroska. Þau eru stað­ir tæki­færa!

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00