Óbreyttar gjaldskrár í skólum í Mosfellsbæ
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðunnar sem nemur um 28 mkr. Áætlaðar tekjur eru 7.379 mkr. Veltufé frá rekstri eru um 10%. Bæjarstjórn tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að tillögu bæjarstjóra að hækka ekki gjaldskrár skóla um áramót. Þetta er meðal annars gert til að sporna við hækkandi verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum.
Hjálpastofnanir gera góða hluti
Styrkir og samstarf. Hjálparstarf um allt land á í samstarfi við fjölmarga aðila sem bæði miðla styrkjum innanlands í gegnum Hjálparstarfið og sem þiggja styrk frá stofnuninni. Þess nýtur fólk um land allt og á öllum aldri þ.e. bæði barnafjölskyldur, einstaklingar og ellilífeyrisþegar.
Varmárskóli í leikskólasamstarfi við leikskóla bæjarins
Skiptidagar hafa verið í skólanum þar sem nemendur í Varmárskóla fara í heimsókn í leikskólana.
Skólaþing í kvöld þriðjudaginn 26.nóvember
Minnum á að haldið verður skólaþing í kvöld, þriðjudaginn 26.nóvember, kl. 19:30-22:00 í Lágafellsskóla til að ræða skýrslu sem gerð hefur verið um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ og þá álitaþætti sem fram koma í skýrslunni um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ þar sem óskað er eftir ábendingum frá íbúum. Teknir hafa verið saman nokkrir valkostir varðandi nýjar skólabyggingar og skólahverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólastarf. Fræðslunefnd hefur lagt mikla áherslu á samráðsferli vegna þeirra ákvarðana sem þarf að taka um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ. Skýrslan hefur verið send hverri skólastofnun og foreldraráðum ásamt því að vera birt á heimasíðu Mosfellsbæjar og er óskað eftir ábendingum við framlagðar tillögur sem fram koma í skýrslunni.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar veittar
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í annað sinn þann 13. nóvember í Listasalnum. Einar Grétarsson hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Neðanjarðar sem er listaverk úr jarðlögum og þær Sigrún Jensdóttir og Ingibjörg B. Ingólfsdóttir (S.jens) fyrir Spilalist sem er meðal annars App fyrir lesblinda. Margar áhugaverðar umsóknir bárust. Þróunar- og ferðamálanefnd auglýsti eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu.
Vel heppnað bókmenntakvöld
Árlegt bókmenntakvöld Bókasafns Mosfellsbæjar var í gærkvöldi, 13. nóvember. Alls lögðu um 260 manns leið sína í safnið af þessu tilefni. Páll Helgason lék á flygilinn þar til dagskrá hófst. Rithöfundarnir sem kynntu nýjar bækur sínar voru: Bjarki Bjarnason, Edda Andrésdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Vigdís Grímsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrði umræðunum líkt og undanfarin ár. Rithöfundar og stjórnandi léku á alls oddi og mikil gleði ríkti meðal gesta.
Basar á laugardaginn
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ heldur sinn árlega basar laugardaginn 16. nóv. kl 13:30 á Eirhömrum. Einnig verður kirkjukórinn með kaffisölu og sýningar á tréverkum og málverkum verða á staðnum. Kór eldri borgara Vorboðinn tekur nokkur lög. Eins og áður rennur allur ágóðinn beint til þeirra sem minna mega sín hér í Mosfellsbæ. Komum og styðjum gott málefni og kaupum handgerða og glæsilega muni fyrir sanngjarnt verð. Allir hjartanlega velkomnir.
Áfangasigur fyrir íbúasamtökin
Nú hefur verið gert samkomulag um að urðun verði hætt á Álfsnesi á næstu árum og komið verði fyrir gas- og jarðgerðarstöð á næstu 2-3 árum.
Störf við liðveislu í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum/henni persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Nokkur börn og ungmenni bíða þess nú að fá liðveislu við hæfi. Um fjölbreytt hlutastörf er að ræða og verkefnin eru áhugaverð og lærdómsrík.
Hlaðhamrar fá rausnarlega gjöf
Leikskólinn Hlaðhamrar fékk á dögunum veglega jólagjöf frá ánægðum og framtaksömum foreldrum.
Félagsmiðstöðin Ból á þrjátíu ára afmæli í dag
Í tilefni þess að félagsmiðstöðin Ból á 30 ára afmæli er öllum boðið að koma í heimsókn í dag, föstudaginn 6. desember, kl. 15:00 – 17:00.
Sýningaropnun Sigurrósar Svövu Ólafsdóttur
Samstarfsverkefni um starfsráðgjöf og atvinnuleit
Vinnumálastofnun hefur ýtt úr vör samstarfsverkefni með sveitarfélögum í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysis-tryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga.
Nýr hjólreiðastígur sem liggja mun norðan Vesturlandsvegar
Skrifað var undir samning milli Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um lagningu hjólreiðastígs frá Litlaskógi (Hlíðartúni) og að Brúarlandi.
Rugldagur á Huldubergi
Föstudaginn 1. nóvember s.l. hélt leikskólinn Hulduberg upp á 14 ára afmæli leikskólans.
FMOS flytur í glæsilegt nýtt hús í desember
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ (FMOS) flytur í nýtt skólahúsnæði í desember.
Nemendur úr Varmár- og Lágafellsskóla með upplestur á Degi íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á Gljúfrasteini.
Árleg heimsókn bæjarráðs í stofnanir 2013
Síðustu tvo daga hafa kjörnir fulltrúar í bæjarráði gert víðreist og farið í árlega heimsókn sína í stofnanir bæjarins.
Tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014
Tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun hefur verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar verður afhent næstkomandi þriðjudag 12.nóvember. Viðurkenningin er nú afhent í annað sinn en alls bárust átta umsóknir. Afhendingin fer fram í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16.30 þar sem verður hægt að sjá og kynna sér hluta af þeim umsóknum sem bárust í ár. Allir velkomnir.