Í tilefni þess að félagsmiðstöðin Ból á 30 ára afmæli er öllum boðið að koma í heimsókn í dag, föstudaginn 6. desember, kl. 15:00 – 17:00.
Allir unglingar sem eru í 7. – 10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla geta komið og átt skemmtilegar stundir í félagsmiðstöðinni en það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu, t.d. opið hús, þar er hægt að spila billiard, borðtennis og fl., horfa á sjónvarpið, syngja í karaokee, spjalla og ýmislegt annað. Fastir liðir eru árshátíð Bólsins, spurningakeppni, söngvakeppni, fræðslukvöld, stjörnuleikurinn, ferðir og ýmislegt annað.
Bólið er staðsett í gamla handmenntarhúsið við Skólabraut 2 og útisel við Lágafellsskóla.
Tengt efni
Spennandi klúbba- og smiðjusumar fyrir 10-12 ára
Á miðvikudögum í sumar (júní og júlí) býður félagsmiðstöðin Bólið upp á klúbba/smiðjur af ýmsu tagi fyrir börn í 5.-7. bekk (10 til 12 ára).
Útvarp Einar fagnar þrjátíu ára afmæli félagsmiðstöðvarinnar Bólsins
Útvarp Einar fagnar 30. ára afmæli Bólsins dagana 15. – 22. mars á FM-106,5.
Bólið opnar útibú í Lágafellsskóla
Opnunarhátíð Félagsmiðstöðvarinnar Bólsins við Lágafellskóla var haldin 2. október.