Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðunnar sem nemur um 28 mkr. Áætlaðar tekjur eru 7.379 mkr. Veltufé frá rekstri eru um 10%. Bæjarstjórn tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að tillögu bæjarstjóra að hækka ekki gjaldskrár skóla um áramót. Þetta er meðal annars gert til að sporna við hækkandi verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum.
– FRÉTTATILKYNNING –
Gert ráð fyrir afgangi af rekstri
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðunnar sem nemur um 28 mkr. Áætlaðar tekjur eru 7.379 mkr. Veltufé frá rekstri eru um 10%. Bæjarstjórn tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að tillögu bæjarstjóra að hækka ekki gjaldskrár skóla um áramót. Þetta er meðal annars gert til að sporna við hækkandi verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum.
Megináherslur í fjárhagsáætlun 2014 eru hér eftir sem hingað til að standa vörð um þá grunn- og velferðarþjónustu sem veitt er af stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir hækkun á frístundaávísun úr 18 í 25 þúsund. Öll börn á aldrinum 6 – 18 ára fá frístundaávísun til að greiða fyrir íþrótta- og tómstundastarf að eigin vali.
Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verður hækkuð um rúm 8% og reglur rýmkaðar. Niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforeldrum hækkar um 10%. Systkinaafsláttur sem hægt er að nota milli stofnana bæjarins eykst. Allar þessar breytingar eru gerðar með hag fjölskyldna í Mosfellsbæ í huga.
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn hefur staðist álag undanfarinna ára. Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 9 þúsund íbúa. Hófleg en stöðug íbúafjölgun hefur verið undanfarin ár þrátt fyrir erfitt árferði og sýnir það styrk og vinsældir sveitarfélagsins.
Aðkoma Mosfellsbæjar til að styrkja innviði og atvinnulíf í bænum síðustu misseri hefur falist í mikilli uppbyggingu. Nýverið var tekið í notkun nýtt 30 rýma hjúkrunarheimili og endurbætt þjónustumiðtöð fyrir eldra fólk. Í bænum rís nú glæsilegur framhaldsskóli sem verður tekinn í notkun strax eftir áramót og nýr íþróttasalur við íþróttamiðstöðina að Varmá sem mun hýsa fimleika og bardagaíþróttir.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í síma 862 0012
Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála í Mosfellsbæs.691-1254, aldis[hja]mos.is
Hér má sjá:
Tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017
Fréttatilkynningu .pdf skjal (135 kb)