Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2013

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti í gær fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun. Gert er ráð fyr­ir já­kvæðri rekstr­arnið­ur­stöðu sam­stæð­unn­ar sem nem­ur um 28 mkr. Áætl­að­ar tekj­ur eru 7.379 mkr. Veltufé frá rekstri eru um 10%. Bæj­ar­stjórn tók þá ákvörð­un á fundi sín­um í gær að til­lögu bæj­ar­stjóra að hækka ekki gjald­skrár skóla um ára­mót. Þetta er með­al ann­ars gert til að sporna við hækk­andi verð­bólgu og liðka til fyr­ir kom­andi kjara­samn­ing­um.

    Óbreytt gjaldskrá– FRÉTTA­TIL­KYNN­ING –

    Gert ráð fyr­ir af­gangi af rekstri

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti í gær fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun. Gert er ráð fyr­ir já­kvæðri rekstr­arnið­ur­stöðu sam­stæð­unn­ar sem nem­ur um 28 mkr. Áætl­að­ar tekj­ur eru 7.379 mkr. Veltufé frá rekstri eru um 10%. Bæj­ar­stjórn tók þá ákvörð­un á fundi sín­um í gær að til­lögu bæj­ar­stjóra að hækka ekki gjald­skrár skóla um ára­mót. Þetta er með­al ann­ars gert til að sporna við hækk­andi verð­bólgu og liðka til fyr­ir kom­andi kjara­samn­ing­um.

    Megin­á­hersl­ur í fjár­hags­áætlun 2014 eru hér eft­ir sem hing­að til að standa vörð um þá grunn- og vel­ferð­ar­þjón­ustu sem veitt er af stofn­un­um bæj­ar­ins. Í fjár­hags­áætl­un­inni fyr­ir árið 2014 er gert ráð fyr­ir hækk­un á frí­stunda­á­vís­un úr 18 í 25 þús­und. Öll börn á aldr­in­um 6 – 18 ára fá frí­stunda­á­vís­un til að greiða fyr­ir íþrótta- og tóm­stund­ast­arf að eig­in vali.

    Grunn­fjár­hæð fjár­hags­að­stoð­ar verð­ur hækk­uð um rúm 8% og regl­ur rýmk­að­ar. Nið­ur­greiðsl­ur til for­eldra með börn hjá dag­for­eldr­um hækk­ar um 10%. Systkina­afslátt­ur sem hægt er að nota milli stofn­ana bæj­ar­ins eykst. All­ar þess­ar breyt­ing­ar eru gerð­ar með hag fjöl­skyldna í Mos­fells­bæ í huga.

    Fjár­hags­staða Mos­fells­bæj­ar er traust og rekst­ur­inn hef­ur stað­ist álag und­an­far­inna ára. Mos­fells­bær er sjö­unda stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins með rúm­lega 9 þús­und íbúa. Hóf­leg en stöðug íbúa­fjölg­un hef­ur ver­ið und­an­farin ár þrátt fyr­ir erfitt ár­ferði og sýn­ir það styrk og vin­sæld­ir sveit­ar­fé­lags­ins.

    Að­koma Mos­fells­bæj­ar til að styrkja inn­viði og at­vinnu­líf í bæn­um síð­ustu miss­eri hef­ur fal­ist í mik­illi upp­bygg­ingu. Ný­ver­ið var tek­ið í notk­un nýtt 30 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili og end­ur­bætt þjón­ustumið­töð fyr­ir eldra fólk. Í bæn­um rís nú glæsi­leg­ur fram­halds­skóli sem verð­ur tek­inn í notk­un strax eft­ir ára­mót og nýr íþrótta­sal­ur við íþróttamið­stöð­ina að Varmá sem mun hýsa fim­leika og bar­dag­aí­þrótt­ir.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í síma 862 0012

    Aldís Stef­áns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og upp­lýs­inga­mála í Mos­fells­bæs.691-1254, ald­is[hja]mos.is

    Hér má sjá:

    Til­laga að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2014-2017

    Frétta­til­kynn­ingu .pdf skjal (135 kb)

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00