Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum/henni persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Nokkur börn og ungmenni bíða þess nú að fá liðveislu við hæfi. Um fjölbreytt hlutastörf er að ræða og verkefnin eru áhugaverð og lærdómsrík.
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni.
Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum/henni persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Nokkur börn og ungmenni bíða þess nú að fá liðveislu við hæfi.
Um fjölbreytt hlutastörf er að ræða og verkefnin eru áhugaverð og lærdómsrík. Vinnutíminn er sveigjanlegur en algengast er að unnið sé að liðveislu seinnipart dags, á kvöldin eða um helgar. Störfin henta því vel fyrir námsmenn eða sem aukavinna.
Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun, en mikilvægt er að liðveitendur búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Áhugasamir hafi samband við Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttur verkefnastjóra hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar í síma 525-6700, netfang vibeke[hja]mos.is.