Skrifað var undir samning milli Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um lagningu hjólreiðastígs frá Litlaskógi (Hlíðartúni) og að Brúarlandi.
Um er að ræða rúmlega tveggja 2 km langan kafla af 3 m breiðum hjólreiðastígs sem liggja mun norðan Vesturlandsvegar. Framkvæmdin verður í umsjón Mosfellsbæjar og verður hún boðin út á næstu vikum. Gert er ráð fyrir verklokum um mitt ár 2015.