Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. nóvember 2013

Vinnu­mála­stofn­un hef­ur ýtt úr vör sam­starfs­verk­efni með sveit­ar­fé­lög­um í land­inu um þjón­ustu við at­vinnu­leit­end­ur sem eru án bóta­rétt­ar í at­vinnu­leys­is-trygg­inga­kerf­inu og njóta fjár­hags­að­stoð­ar frá fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga.

Verk­efn­ið hef­ur feng­ið nafn­ið Stíg­ur og markmið þess að styrkja við­kom­andi ein­stak­linga í leit sinni að at­vinnu og fækka þann­ig í hópi þeirra sem þurfa á fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga að halda.

„Sá hóp­ur sem verk­efn­ið tek­ur til er fólk sem hef­ur ým­ist tæmt rétt sinn til at­vinnu­leys­is­bóta á liðn­um árum eða hef­ur af ein­hverj­um ástæð­um ekki náð að skapa sér þann rétt. Fé­lags­þjón­ust­ur sveit­ar­fé­laga munu vísa þeim sem í hlut eiga í starfs­ráð­gjöf og vinnumiðlun hjá Vinnu­mála­stofn­un sam­kvæmt sér­stöku verklagi. Áætlað er að þjón­usta Vinnu­mála­stofn­un­ar taki til um 1500 ein­stak­linga á land­inu öllu sem eru í þess­ari stöðu. Þjón­ust­an mun fyrst og fremst felast í starfs­ráð­gjöf og vinnumiðlun en einn­ig verð­ur fólki í þess­um hópi boð­ið að taka þátt þeim vinnu­mark­aðsúr­ræð­um sem Vinnu­mála­stofn­un skipu­legg­ur fyr­ir at­vinnu­leit­end­ur til að örva leit þeirra að starfi og auka starfs­hæfni. Að baki ákvörð­un um slíka þjálf­un ligg­ur mat ráð­gjafa og fjár­hags­legt svigrúm stofn­un­ar­inn­ar á hverj­um tíma,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00