Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2013

    Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar var af­hent í ann­að sinn þann 13. nóv­em­ber í Lista­saln­um. Ein­ar Grét­ars­son hlaut við­ur­kenn­ingu fyr­ir verk­efni sitt Neð­anjarð­ar sem er lista­verk úr jarð­lög­um og þær Sigrún Jens­dótt­ir og Ingi­björg B. Ing­ólfs­dótt­ir (S.jens) fyr­ir Spila­list sem er með­al ann­ars App fyr­ir les­blinda. Marg­ar áhuga­verð­ar um­sókn­ir bár­ust. Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd aug­lýsti eft­ir þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­hug­mynd­um, verk­efn­um, vöru eða þjón­ustu.

    Verðlaunahafar, Ingibjörg, Sigrún og EinarÞró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar var af­hent í Lista­saln­um á þriðju­dag síð­ast­lið­inn. Við­ur­kenn­ing­in er nú af­hent í ann­að sinn. Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd aug­lýsti eft­ir þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­hug­mynd­um, verk­efn­um, vöru eða þjón­ustu. Aug­lýst var eft­ir þrem­ur flokk­um hug­mynda: A) hug­mynd á frum­stigi, B) hug­mynd sem hef­ur feng­ið út­færslu eða mót­ast, C) hug­mynd sem hef­ur feng­ið mót­un og fyr­ir ligg­ur við­skipta­áætlun. Alls bár­ust átta um­sókn­ir. Fjór­ar í flokk B og fjór­ar í flokk C en eng­in í flokk A.

    Lista­verk úr jarð­lög­um
    Ein­ar Grét­ars­son hlaut við­ur­kenn­ingu fyr­ir verk­efn­ið Neð­anjarð­ar. Ein­ar býr til lista­verk sem byggjast á jarð­lög­um. Hér er um óvenju­leg lista­verk að ræða sem eru fræð­andi um nátt­úr­una og sögu Ís­lands mörg þús­und ár aft­ur í tím­ann og hafa jafn­framt mik­ið fag­ur­fræði­legt gildi. Verð­laun­in hlaut Ein­ar í flokki B.

    Verkin sýna hvern­ig jarð­veg­ur hef­ur þró­ast og hvern­ig áfok frá há­lendi Ís­lands hef­ur áhrif á jarð­veg­inn. Á jarð­vegslista­verk­un­um koma fram m.a. ösku­lög sem hafa myndast frá land­námi til dags­ins í dag. Tekin hafa ver­ið nokk­ur snið í landi Mos­fells­bæj­ar, í Mos­fells­dal, Ála­fosskvos og Flugu­mýri. Einn­ig hafa ver­ið tekin snið við Heklu og Eyja­fjalla­jök­ull og á fleiri stöð­um. Stærð verk­anna er breyti­leg og fer eft­ir hversu djúp­ur og áhuga­verð­ur jarð­veg­ur­inn er á hverj­um stað.

    App fyr­ir les­blinda
    Þær Sigrún Jens­dótt­ir og Ingi­björg B. Ing­ólfs­dótt­ir hlutu verð­laun í flokki C. Þær hafa starfað starfað sem Dav­is ráð­gjaf­ar til mar­gra ára og stofn­uðu fyr­ir­tæk­ið Les­blind­ulist árið 2008.

    Þær hafa þró­að, hann­að og gef­ið út stafa­app fyr­ir spjald­tölv­ur og snjallsíma, ætlað börn­um með les­blindu eða tengda náms­örð­ug­leika. For­rit­ið er gef­ið út á fjór­um tungu­mál­um. App­ið er hugsað sem eft­ir­fylgni með nýju ís­lensku stafa­spili sem Sigrún og Ingi­björg settu á markað í vor. Li­ons­klúbb­arn­ir í Mos­fells­bæ hafa styrkt út­gáfu spils­ins og gerðu þeim kleift að gefa öll­um leik- og grunn­skól­um bæj­ar­ins ein­tak af spil­inu. App­inu er ætlað að kenna börn­um staf­ina, bæði há- og lág­staf­ina, draga rétt til stafs, skilja tákn í texta og æfa ein­beit­ingu.

    Sjá meira um við­ur­kenn­ing­ar og mynd­ir hér

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00