Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2013

Nú hef­ur ver­ið gert sam­komulag um að urð­un verði hætt á Álfs­nesi á næstu árum og kom­ið verði fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð á næstu 2-3 árum.

Í síð­asta tölu­blaði Mos­fell­ings kom fram að urð­un í Álfs­nesi yrði hætt. Mos­fell­ing­ur fékk við­brögð Íbúa­sam­taka Leir­vogstungu við frétt­un­um en þau hafa bar­ist gegn lykt­ar­meng­un og ónæði frá Sorpu. „Þetta eru mik­il gleði­tíð­indi fyr­ir Mos­fell­inga, ekki síst íbúa í Leir­vogstungu en þar starfa öfl­ug íbúa­sam­tök sem bar­ist hafa hetju­lega fyr­ir þess­um stóra áfanga. Þetta er búið að vera bar­áttu­mál í lang­an tíma og Sorpa hef­ur tek­ið okk­ur mjög vel en þeirra að­gerð­ir og úr­bæt­ur hafa ein­fald­lega ekki dug­að hing­að til,“ seg­ir Rún­ar Þór Guð­brands­son fyrr­um formað­ur íbúa­sam­tak­anna.

Ekki einka­mál íbúa Leir­vogstungu

Nú hef­ur ver­ið gert sam­komulag um að urð­un verði hætt á Álfs­nesi á næstu árum og kom­ið verði fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð á næstu 2-3 árum.
„Það má teljast ótrú­legt hvað við höf­um náð langt í þess­ari bar­áttu. Við höf­um tek­ið þetta mál­efna­lega, án þess að hlekkja okk­ur við sorp­bíla eða grípa til ann­arra þess hátt­ar að­gerða,“ seg­ir Þor­kell Magnús­son fyrr­um stjórn­ar­mað­ur í sam­tök­un­um og seg­ir að um áfanga­sig­ur sé að ræða.

Full­trú­ar íbúa­sam­tak­ana hafa þurft að setja sig inn í fram­kvæmda­hlið­ina og öll laga­ákvæði og set­ið fjölda funda með sér­fræð­ing­um. Það má því segja að þau séu orðn­ir mikl­ir Sorpu-sér­fræð­ing­ar.

„Við höf­um varp­að ljósi á þetta vanda­mál sem er alls ekki einka­mál íbúa í Leir­vogstungu, held­ur er all­ur Mos­fells­bær og Grafar­vog­ur plag­að­ur af þessu, án þess að menn hafi getað sett fing­ur­inn á hvað það var. Rót vand­ans er Sorpa,“ seg­ir Þor­kell. Lykt­in finnst víða, en marg­ir átta sig ekki á því hvaða lykt þetta er, eða hvað­an hún kem­ur. „Lykt­in get­ur ver­ið mis­mun­andi, stund­um frá ruslahaugn­um og stund­um frá risakló­sett­inu,“ seg­ir Rún­ar og á þá við Gými, mót­töku fyr­ir lykt­ar­sterk­an úr­g­ang.

Góð sam­vinna við sveit­ar­stjórn­ina

„Sveita­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur grip­ið bolt­ann á lofti eft­ir að þeim varð mál­ið ljóst og hafa þau stað­ið sig með mik­illi prýði að landa þessu máli að fullu. Sú sam­vinna hef­ur skilað þess­um ár­angri og þau voru opin fyr­ir því að vinna fag­lega að þessu,“ seg­ir Lína Petra Þór­ar­ins­dótt­ir en hún tók ný­lega við for­mennsku íbúa­sam­tak­anna.

„Það var eins og æðstu ráða­menn svo sem um­hverf­is­ráð­herra vissu ekki af þessu, að það væri svona starf­semi nánast inni í höf­uð­borg­inni,“ seg­ir Rún­ar. Sorpa hef­ur alltaf sagt að vanda­mál­ið verði ekki leyst nema með gas- og jarð­gerð­ar­stöð. „Það stóð aldrei til hjá þeim að hætta urð­un þarna líka, en við höf­um pressað á það að við vild­um alla starf­sem­ina burt. Út af þess­ari pressu kom svo upp að fleiri sveita­fé­lög kæmu að þessu verk­efni,“ seg­ir Rún­ar.

Alltaf stað­ið styr um Sorpu á Álfs­nesi

Þau benda á að út­tekt hafi ver­ið gerð á fram­tíð­ar­stað­setn­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar með til­liti til hag­kvæmni. Hag­kvæm­ast hafi ver­ið að hafa hana í Gufu­nesi, en þau segja að greini­legt sé að ein­hverj­ir að­r­ir þætt­ir stjórni því að menn vilji hafa hana í Álfs­nesi. Þeg­ar urð­un í Álfs­nesi fór af stað á sín­um tíma voru íbú­ar í Mos­fells­bæ því mjög mót­falln­ir. Þá var lofað að ekki yrði vanda­mál af foki eða fugli og að starfs­leyfi yrði tíma­bund­ið. Full­trú­ar íbúa­sam­tak­anna segja að bar­átt­unni sé ekki lok­ið, bæj­ar­bú­ar þurfi að halda áfram að halda Sorpu við efn­ið og sjá til þess að öll tíma­plön stand­ist á næst­unni og hvergi verði sleg­ið af.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00