Árlegt bókmenntakvöld Bókasafns Mosfellsbæjar var í gærkvöldi, 13. nóvember. Alls lögðu um 260 manns leið sína í safnið af þessu tilefni. Páll Helgason lék á flygilinn þar til dagskrá hófst. Rithöfundarnir sem kynntu nýjar bækur sínar voru: Bjarki Bjarnason, Edda Andrésdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Vigdís Grímsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrði umræðunum líkt og undanfarin ár. Rithöfundar og stjórnandi léku á alls oddi og mikil gleði ríkti meðal gesta.
Árlegt bókmenntakvöld Bókasafns Mosfellsbæjar var í gærkvöldi, 13. nóvember.
Alls lögðu um 260 manns leið sína í safnið af þessu tilefni. Páll Helgason lék á flygilinn þar til dagskrá hófst. Rithöfundarnir sem kynntu nýjar bækur sínar voru: Bjarki Bjarnason, Edda Andrésdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Vigdís Grímsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrði umræðunum líkt og undanfarin ár. Rithöfundar og stjórnandi léku á alls oddi og mikil gleði ríkti meðal gesta.