Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. desember 2013

Leik­skól­inn Hlað­hamr­ar fékk á dög­un­um veg­lega jóla­gjöf frá ánægð­um og fram­tak­söm­um for­eldr­um.

Hilm­ar Gunn­ars­son og Odd­ný Þóra Loga­dótt­ir færðu leik­skól­an­um spjald­tölvu að gjöf sem hugs­uð er til nota fyr­ir börn með sér­þarf­ir á leik­skól­an­um. Tölv­an mun koma sér mjög vel og nýt­ast öll­um börn­um í leik­skól­an­um en spjald­tölv­ur eru í sí­fellt meira mæli not­að­ar við kennslu og eru sér­stak­lega hent­ug tæki fyr­ir börn með sér­þarf­ir.

Stjórn­end­ur og starfs­fólk Hlað­hamra er afar ánægt með gjöf­ina og segja hana eiga eft­ir að nýt­ast þeim vel við kennsl­una.

Tengt efni