Leikskólinn Hlaðhamrar fékk á dögunum veglega jólagjöf frá ánægðum og framtaksömum foreldrum.
Hilmar Gunnarsson og Oddný Þóra Logadóttir færðu leikskólanum spjaldtölvu að gjöf sem hugsuð er til nota fyrir börn með sérþarfir á leikskólanum. Tölvan mun koma sér mjög vel og nýtast öllum börnum í leikskólanum en spjaldtölvur eru í sífellt meira mæli notaðar við kennslu og eru sérstaklega hentug tæki fyrir börn með sérþarfir.
Stjórnendur og starfsfólk Hlaðhamra er afar ánægt með gjöfina og segja hana eiga eftir að nýtast þeim vel við kennsluna.
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.