Minnum á að haldið verður skólaþing í kvöld, þriðjudaginn 26.nóvember, kl. 19:30-22:00 í Lágafellsskóla til að ræða skýrslu sem gerð hefur verið um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ og þá álitaþætti sem fram koma í skýrslunni um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ þar sem óskað er eftir ábendingum frá íbúum. Teknir hafa verið saman nokkrir valkostir varðandi nýjar skólabyggingar og skólahverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólastarf. Fræðslunefnd hefur lagt mikla áherslu á samráðsferli vegna þeirra ákvarðana sem þarf að taka um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ. Skýrslan hefur verið send hverri skólastofnun og foreldraráðum ásamt því að vera birt á heimasíðu Mosfellsbæjar og er óskað eftir ábendingum við framlagðar tillögur sem fram koma í skýrslunni.
Haldið verður skólaþing í kvöld, þriðjudaginn 26.nóvember, kl. 19:30-22:00 í Lágafellsskóla til að ræða skýrslu sem gerð hefur verið um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ og þá álitaþætti sem fram koma í skýrslunni. Teknir hafa verið saman nokkrir valkostir varðandi nýjar skólabyggingar og skólahverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólastarf.
Skólaþing í Lágafellsskóla 26.11Fræðslunefnd hefur lagt mikla áherslu á samráðsferli vegna þeirra ákvarðana sem þarf að taka um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ. Skýrslan hefur verið send hverri skólastofnun og foreldraráðum ásamt því að vera birt á heimasíðu Mosfellsbæjar og er óskað eftir ábendingum við framlagðar tillögur sem fram koma í skýrslunni.
Mosfellsbær er tvö grunnskólahverfi. Lágafellsskóli er á vestursvæði, en Varmárskóli og Krikaskóli á austursvæði. Varmárskóli og Lágafellsskóli teljast stórir grunnskólar á landsvísu. Fjölgun heldur áfram í Mosfellsbæ og því er viðbúið að á næstu misserum verði nemendafjöldi þeirra slík að hagræði stærðarinnar eigi ekki lengur við vegna þess að bæta þarf við viðbótarrými m.a. til almennrar kennslu, sérgreinakennslu og annarra stoðrýma. Bæjarstjórn, að tillögu fræðslunefndar, hefur tekið þá ákvörðun um að byggja tvo aðra skóla í bænum á komandi árum. Fræðslunefnd hefur látið gera skýrslu um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ, þar sem teknir eru saman nokkrir valkostir varðandi nýjar skólabyggingar og skólahverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólastarf. Sjá má skýrsluna hér neðar eða hlaða niður .pdf skjali hér (434 kb)
Skilafrestur á ábendingum var til 23. nóvember og er því liðinn.
Markmið með skólaþinginu er að fá hagsmunaaðila skólasamfélagsins til áframhaldandi samráðs.
Foreldrar, kennarar og aðrir þeir sem vilja láta rödd sína heyrast eru hvattir til að mæta.