Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2013

  Minn­um á að hald­ið verð­ur skóla­þing í kvöld, þriðju­dag­inn 26.nóv­em­ber, kl. 19:30-22:00 í Lága­fells­skóla til að ræða skýrslu sem gerð hef­ur ver­ið um fram­tíð skó­la­upp­bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ og þá álita­þætti sem fram koma í skýrsl­unni um fram­tíð skó­la­upp­bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ þar sem óskað er eft­ir ábend­ing­um frá íbú­um. Tekn­ir hafa ver­ið sam­an nokkr­ir val­kost­ir varð­andi nýj­ar skóla­bygg­ing­ar og skóla­hverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólast­arf. Fræðslu­nefnd hef­ur lagt mikla áherslu á sam­ráðs­ferli vegna þeirra ákvarð­ana sem þarf að taka um upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja í Mos­fells­bæ. Skýrsl­an hef­ur ver­ið send hverri skóla­stofn­un og for­eldra­ráð­um ásamt því að vera birt á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar og er óskað eft­ir ábend­ing­um við fram­lagð­ar til­lög­ur sem fram koma í skýrsl­unni.

  SkólaþingHald­ið verð­ur skóla­þing í kvöld, þriðju­dag­inn 26.nóv­em­ber, kl. 19:30-22:00 í Lága­fells­skóla til að ræða skýrslu sem gerð hef­ur ver­ið um fram­tíð skó­la­upp­bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ og þá álita­þætti sem fram koma í skýrsl­unni. Tekn­ir hafa ver­ið sam­an nokkr­ir val­kost­ir varð­andi nýj­ar skóla­bygg­ing­ar og skóla­hverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólast­arf.

  Skóla­þing í Lága­fells­skóla 26.11Fræðslu­nefnd hef­ur lagt mikla áherslu á sam­ráðs­ferli vegna þeirra ákvarð­ana sem þarf að taka um upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja í Mos­fells­bæ. Skýrsl­an hef­ur ver­ið send hverri skóla­stofn­un og for­eldra­ráð­um ásamt því að vera birt á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar og er óskað eft­ir ábend­ing­um við fram­lagð­ar til­lög­ur sem fram koma í skýrsl­unni.

  Mos­fells­bær er tvö grunn­skóla­hverfi. Lága­fells­skóli er á vest­ur­svæði, en Varmár­skóli og Krika­skóli á aust­ur­svæði. Varmár­skóli og Lága­fells­skóli teljast stór­ir grunn­skól­ar á landsvísu. Fjölg­un held­ur áfram í Mos­fells­bæ og því er við­bú­ið að á næstu miss­er­um verði nem­enda­fjöldi þeirra slík að hagræði stærð­ar­inn­ar eigi ekki leng­ur við vegna þess að bæta þarf við við­bót­ar­rými m.a. til al­mennr­ar kennslu, sér­greina­kennslu og ann­arra stoð­rýma. Bæj­ar­stjórn, að til­lögu fræðslu­nefnd­ar, hef­ur tek­ið þá ákvörð­un um að byggja tvo aðra skóla í bæn­um á kom­andi árum. Fræðslu­nefnd hef­ur lát­ið gera skýrslu um fram­tíð skó­la­upp­bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ, þar sem tekn­ir eru sam­an nokkr­ir val­kost­ir varð­andi nýj­ar skóla­bygg­ing­ar og skóla­hverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólast­arf. Sjá má skýrsl­una hér neð­ar eða hlaða nið­ur .pdf skjali hér (434 kb)

  Skila­frest­ur á ábend­ing­um var til 23. nóv­em­ber og er því lið­inn.

  Markmið með skóla­þing­inu er að fá hags­muna­að­ila skóla­sam­fé­lags­ins til áfram­hald­andi sam­ráðs.

  For­eldr­ar, kenn­ar­ar og að­r­ir þeir sem vilja láta rödd sína heyrast eru hvatt­ir til að mæta.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00