Föstudaginn 6. desember kl. 17:00-19:00 verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, einkasýning Sigurrósar Svövu Ólafsdóttur undir heitinu Felumyndir.
Um sýninguna segir Sigurrós:
,,Á jólunum ‘91 fengum við systir mín jólakveðju frá Óskari afa og Rósu ömmu sem var eins konar felumynd. Myndin sýndi trjágróður sem afi ræktaði og aftan á ljósmyndinni fylgdu einföld skilaboð; finndu fuglana á myndinni. Jólakortið var orðið að eins konar sjónarspili. Þetta sjónarspil varð kveikjan að sýningunni minni Felumyndir og gefur orðið bersýnilega til kynna að ekki er allt sem sýnist. Svanurinn, Heystæðan, Augntönn og Brot úr vinnustofu listamanns eru tilraun mín til að skilja lagskiptingu tilfinninga, hina mismunandi fleti manneskjunnar og víddir huga hennar.“
Sýning Sigurrósar er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 3. janúar 2014. Aðgangur ókeypis.
Tengt efni
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar
Listamarkaður í desember 2024
Listasalur Mosfellsbæjar kallar eftir listafólki til að taka þátt í jólamarkaði 2024.
Nafnasamkeppni Listasalar Mosfellsbæjar