Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. desember 2013

Föstu­dag­inn 6. des­em­ber kl. 17:00-19:00 verð­ur opn­uð í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar, Kjarna, Þver­holti 2, einka­sýn­ing Sig­ur­rós­ar Svövu Ólafs­dótt­ur und­ir heit­inu Felu­mynd­ir.

Um sýn­ing­una seg­ir Sig­ur­rós:

,,Á jól­un­um ‘91 feng­um við syst­ir mín jóla­kveðju frá Ósk­ari afa og Rósu ömmu sem var eins kon­ar felu­mynd. Mynd­in sýndi trjá­gróð­ur sem afi rækt­aði og aft­an á ljós­mynd­inni fylgdu ein­föld skila­boð; finndu fugl­ana á mynd­inni. Jóla­kort­ið var orð­ið að eins kon­ar sjón­arspili. Þetta sjón­arspil varð kveikj­an að sýn­ing­unni minni Felu­mynd­ir og gef­ur orð­ið ber­sýni­lega til kynna að ekki er allt sem sýn­ist. Svan­ur­inn, Hey­stæð­an, Augn­tönn og Brot úr vinnu­stofu lista­manns eru til­raun mín til að skilja lag­skipt­ingu til­finn­inga, hina mis­mun­andi fleti mann­eskj­unn­ar og vídd­ir huga henn­ar.“

Sýn­ing Sig­ur­rós­ar er opin á af­greiðslu­tíma Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar. Sýn­ing­in stend­ur til 3. janú­ar 2014. Að­gang­ur ókeyp­is.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00