Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2013

  Styrk­ir og sam­starf. Hjálp­ar­starf um allt land á í sam­starfi við fjöl­marga að­ila sem bæði miðla styrkj­um inn­an­lands í gegn­um Hjálp­ar­starf­ið og sem þiggja styrk frá stofn­un­inni. Þess nýt­ur fólk um land allt og á öll­um aldri þ.e. bæði barna­fjöl­skyld­ur, ein­stak­ling­ar og elli­líf­eyr­is­þeg­ar.

  Hjálp um jólinStyrk­ir og sam­starf
  Hjálp­ar­starf um allt land á í sam­starfi við fjöl­marga að­ila sem bæði miðla styrkj­um inn­an­lands í gegn­um Hjálp­ar­starf­ið og sem þiggja styrk frá stofn­un­inni. Þess nýt­ur fólk um land allt og á öll­um aldri þ.e. bæði barna­fjöl­skyld­ur, ein­stak­ling­ar og elli­líf­eyr­is­þeg­ar.

  Jóla­að­stoð
  Nokkr­ar hjálpa­stofn­an­ir veita ein­stak­ling­um í erf­ið­leik­um að­stoð. Stór hluti þeirr­ar að­stoð­ar er veitt­ur í des­em­ber­mán­uði. Um þess­ar mund­ir eru að hefjast um­sókn­ar­ferli fyr­ir Jóla­að­stoð í ár og má finna nyt­sam­ar slóð­ir hér neð­ar.

  Jóla­að­stoð 2013 hjá Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands í Reykja­vík. Sjá: http://fjol­skyldu­hjalp.is/

  Rauði Kross­inn. Sjá: http://www.raudikross­inn.is/page/rki_hvad_neydaradstod_inn­an­lands Deild­ir Rauða kross­ins á Ís­landi, sem eru 49 um allt land veita ein­stak­ling­um í erf­ið­leik­um að­stoð. Stór hluti þeirr­ar að­stoð­ar er veitt­ur í des­em­ber­mán­uði, gjarn­an í sam­vinnu við Mæðra­styrksnefnd­ir og / eða Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar á hverj­um stað. Í nær öll­um til­vik­um er neyð­ar­að­stoð veitt í sam­starfi við fé­lags­þjón­ustu, prest eða önn­ur líkn­ar­fé­lög og sam­kvæmt ábend­ing­um frá þess­um að­il­um.

  Mæðra­styrksnefnd Reykja­vík­ur. Hægt er að sækja um jólagl­aðn­ing eft­ir­talda daga sjá heima­síðu (ath að hægt er að sækja um fram til ca 5.des­em­ber) sjá: http://www.maed­ur.is/Index/

  Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar stend­ur fyr­ir sér­stakri jóla­að­stoð ár hvert. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um hana eru gefn­ar í nóv­em­ber. Síð­asti um­sókn­ar­dag­ur um jóla­að­stoð er 15. des­em­ber. Sjá: http://www.help.is/id/100 Hjálp­astarf Kirkj­unn­ar