Vísindasýning á Miðbæjartorginu
Í dag býðst Mosfellingum að koma á Miðbæjartorgið og skoða vísindasýninguna Tilraunalandið sem staðsett hefur verið við Norræna húsið.
Velheppnað mót Gogga galvaska
Um nýafstaðna helgi var mikið líf og fjör á Varmárvelli. Þar fór fram Frjálsíþróttamót Gogga galvaska fyrir börn 14 ára og yngri.
Gæsluvöllur í Hlíð
Í sumar verður opinn gæsluvöllur í Hlíð. Opið verður í fjórar vikur frá 5. – 30. júlí og verður opnunartími frá kl. 9-12:00 og 13-16:00 alla virka daga. Gæsluvöllurinn er fyrir börn 2-5 ára og kostar hver byrjuð klukkustund kr. 120.- Skrá þarf upplýsingar á þar til gert eyðublað í fyrsta sinn sem barnið mætir (nöfn og símanúmer).
Krakkarnir í Leirvogstungu opna búð
Fyrir nokkru opnaði ný verslun í Leirvogstungu sem rekin er af börnunum í hverfinu.
Goggi galvaski í Mosfellsbæ um helgina
Íþróttahátíð Gogga galvaska verður haldin á Varmárvelli í Mosfellsbæ nú um helgina í 21. sinn. Goggi galvaski er stórhátíð ungra frjálsíþróttamanna og eitt stærsta íþróttamót sem haldið er á landinu fyrir 14 ára og yngri.
Sex ára bjargvættur
Eva Marín Einarsdóttir Nielsen, sex ára, bjargaði lífi móður sinnar og systur með hárréttum viðbrögðum þegar eldur kom upp í íbúð þeirra í Mosfellsbæ fyrir nokkrum dögum. Eva Marín lærði viðbrögðin í leikskólanum sínum, Hlíð.
Jónsmessuganga á miðvikudagskvöld
Utanvegaakstur – reglur ekki virtar
Nokkuð hefur borið á kvörtunum um utanvegaakstur í Mosfellsbæ að undanförnu og virðist umferð jeppa, fjórhjóla og torfæruhjóla utan merktra vegslóða í hlíðum fella í Mosfellsbæ, s.s. Úlfarsfells og Æsustaðafells, vera algengur.
Tímabundin lokun undirganga við Brúarland
Vegna framkvæmda við tvöföldun Vesturlandsvegar verða undirgöng viðBrúarland lokuð frá 23. júní 2010 til 18. ágúst 2010. Gangandi oghjólandi vegfarendum er bent á að nota annað hvort göngubrú yfirVesturlandsveg við Tröllateig eða undirgöng við Ásland á meðan
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 16. júnísl. Venju samkvæmt var kosið í ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins.Haraldur Sverrisson var ráðinn til að gegna áfram stafibæjarstjóra og Karl Tómasson var kjörinn forseti bæjarstjórnar.
Kvennahlaupið fer fram á morgun
Kvennahlaupið fer fram á morgun, laugardaginn 19. júní, og er nú haldið í 21. sinn. Þema hlaupsins í ár er: Konur eru konum bestar. Hlaupið hefst kl. 11 á íþróttavellinum að Varmá. Hlaupnir verða 3, 5 eða 7 km.
Skemmtileg fjölskyldudagskrá á þjóðhátíðardaginn
Hátíðarhöld í Mosfellsbæ í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní verðameð hefðbundnum hætti í ár.Dagskráin hefst kl. 13 á Miðbæjartorgi þarsem fjallkona flytur ávarp og flutt verður hátíðarræða. Kammerkórinnsyngur nokkur lög og loks verður haldið í skrúðgöngu að Hlégarði þar semfjölskyldudagskrá fer fram.
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í dag
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Mosfellsbæ verður haldinn í dag. Á fundinum verður kosið í ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins. Sjálfstæðismenn og Vinstri-græn í Mosfellsbæ hafa sent frá sér tilkynningu um áframhaldandi meirihlutasamstarf.
Gönguleiðakorti dreift á öll heimili
Öll heimili í Mosfellsbæ fá í dag inn um bréfalúguna sína kort af stikuðum gönguleiðum í Mosfellsbæ.
Vinna við endurskoðun aðalskipulags vel á veg komin.
Vinna við endurskoðun aðalskipulags er nú langt á veg komin. Íbúar eru hvattir til að kynna sér þær upplýsingar sem eru endurskoðuninni til grundvallar. Sérstakur hnappur hefur verið settur upp hægra megin á forsíðu mos.is til að auðvelda fólki aðgang að þeim.
Drög að endurskoðuðu aðalskipulagi kynnt
Markmiðið með kynningunni er að upplýsa bæjarbúa og umsagnaraðila umstöðu verksins, og gefa þeim kost á að koma á framfæri athugasemdum ogábendingum sem síðan verði hægt að hafa til hliðsjónar við fullvinnslutilögunnar í upphafi nýs kjörtímabils.
Áfram truflanir á umferð á Vesturlandsvegi
Áfram verður unnið að því að tengja nýjan kafla Vesturlandsvegar við Leirvogstungu í Mosfellsbæ í nótt, aðfararnótt 11. júní.
Skógarhátíð í Hamrahlíðinni
Í tilefni 80 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands ætlar Skógræktarfélag Mosfellsbæjar að halda skógardag og listasýningu ásamt leikskólum í Mosfellsbæ. Hátíðin fer fram í Hamrahlíð við Vesturlandsveg á laugardaginn 12. júní og byrjar klukkan 11.
Sumarlestur fyrir börn fædd 2000 - 2002
Nú er hafinn sumarlestur fyrir börn fædd 2000, 2001 og 2002 í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Mos-Bus ókeypis ferðamannastrætó
Mos-Bus fór í sína fyrstu ferð á þriðjudaginn 1. júní s.l. Það var bæjarstjórinn Haraldur Sverrisson sem fór í fyrstu ferðina ásamt góðum gestum.