Mos-Bus fór í sína fyrstu ferð á þriðjudaginn 1. júní s.l. Það var bæjarstjórinn Haraldur Sverrisson sem fór í fyrstu ferðina ásamt góðum gestum.
Mos-Bus er ókeypis ferðamanna og afþreyingarstrætó og sá fyrsti hér á landi. Búið er að setja upp sérstakar stoppistöðvar í bænum, Mosfellsdal og við Esjustofu sem tekur einnig þátt í verkefninu.
Mos-Bus fer fjórar ferðir á dag og hentar því vel til þess að njóta alls þess besta sem bærinn hefur upp á að bjóða. Þá hefur það einnig vakið athygli hversu vel ferðaþjónustuaðilar standa saman að því að bjóða upp á þessa lausn fyrir ferðamenn.
Strætóinn hefur farið vel af stað og ferðamenn farnir að nýta sér þjónustuna. Bæjarbúar eru einnig hvattir til þess að skella sér í ævintýraferð og bjóða með sér gestum.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fór í fyrstu ferðina hjá Mos-Bus ásamt góðum gestum.