Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. júní 2010

Mos-Bus fór í sína fyrstu ferð á þriðju­dag­inn 1. júní s.l.  Það var bæj­ar­stjór­inn Har­ald­ur Sverris­son sem fór í fyrstu ferð­ina ásamt góð­um gest­um.

Mos-Bus er ókeyp­is ferða­manna og af­þrey­ing­ar­strætó og sá fyrsti hér á landi. Búið er að setja upp sér­stak­ar stoppi­stöðv­ar í bæn­um, Mos­fells­dal og við Esju­stofu sem tek­ur einn­ig þátt í verk­efn­inu.

Mos-Bus fer fjór­ar ferð­ir á dag og hent­ar því vel til þess að njóta alls þess besta sem bær­inn hef­ur upp á að bjóða.  Þá hef­ur það einn­ig vak­ið at­hygli hversu vel ferða­þjón­ustu­að­il­ar standa sam­an að því að bjóða upp á þessa lausn fyr­ir ferða­menn.

Strætó­inn hef­ur far­ið vel af stað og ferða­menn farn­ir að nýta sér þjón­ust­una. Bæj­ar­bú­ar eru einn­ig hvatt­ir til þess að skella sér í æv­in­týra­ferð og bjóða með sér gest­um.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri fór í fyrstu ferð­ina hjá Mos-Bus ásamt góð­um gest­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00