Miðvikudagskvöldið 23.júní gengur í garð Jónsmessunótt. Af því tilefni verður efnt til Jónsmessugöngu. Lagt verður af stað frá Álafosskvos klukkan 21.00. Gangan endar við Leiruvog þar sem tendraður verður Jónsmessuvarðeldur.
|
Miðvikudagskvöldið 23.júní gengur í garð Jónsmessunótt. Af því tilefni verður efnt til Jónsmessugöngu. Lagt verður af stað frá Álafosskvos klukkan 21.00. Gangan endar við Leiruvog þar sem tendraður verður Jónsmessuvarðeldur. Hinn fjölfróði Bjarki Bjarnason mun leiða Mosfellinga og aðra gesti um þjóðsagnaslóðir sveitarinnar. Staldrað verður við á völdum stöðum þar sem lesnar verða þjóðsögur og aðrar sagnir. Bjarki mun einnig fræða okkur um ýmislegt er viðkemur Jónsmessunni en hún hefur gjarnan verið tengd við galdra og yfirnáttúrulegar verur. Komdu og upplifðu ævintýralega Jónsmessunótt og sjáðu kynjaverur þjóðsagnaveraldarinnar lifna við.
|