Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. júní 2010

  Eva Marín Ein­ars­dótt­ir Niel­sen, sex ára, bjarg­aði lífi móð­ur sinn­ar og syst­ur með hár­rétt­um við­brögð­um þeg­ar eld­ur kom upp í íbúð þeirra í Mos­fells­bæ fyr­ir nokkr­um dög­um.  Eva Marín lærði við­brögð­in í leik­skól­an­um sín­um, Hlíð.

  Eva Marín Ein­ars­dótt­ir Niel­sen, sex ára, bjarg­aði lífi móð­ur sinn­ar og syst­ur með hár­rétt­um við­brögð­um þeg­ar eld­ur kom upp í íbúð þeirra í Mos­fells­bæ fyr­ir nokkr­um dög­um.  Eva Marín lærði við­brögð­in í leik­skól­an­um sín­um, Hlíð.

  Móð­ir Evu Marín­ar var sof­andi ásamt ný­fæddri dótt­ur sinni þeg­ar eld­ur kom upp á elda­vél­inni.  Þeg­ar Eva Marín kom heim hafði reyk­ur­inn breiðst út um íbúð­ina.  Þrátt fyr­ir að bregða tals­vert sýndi Eva Marín mikla rögg­semi og hug­rekki þeg­ar hún skreið eft­ir gólfinu inn í her­bergi móð­ur sinn­ar og vakti hana.  Hún skreið síð­an sömu leið til baka, fram á stigag­ang og kall­aði á hjálp. 

  Haust­ið 2007 hóf Slökkvilið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mark­viss­ar heim­sókn­ir í leik­skól­ana á svæð­inu til þess að fræða leik­skóla­börn og starfs­menn skól­anna um for­varn­ir og við­brögð við elds­voða.  Með í för eru Logi og Glóð, slökkvi­liðs­álfarn­ir, sem hjálpa slökkvi­liðs­mönn­um að kenna börn­un­um.  Leik­skóli Evu Marín­ar, Hlíð í Mos­fells­bæ, fékk slökkvi­liðs­menn í heim­sókn í vet­ur og seg­ir Eva Marín að það hafi ver­ið skemmti­leg heim­sókn og að þá hafi hún lært hvað hún ætti að gera þeg­ar eld­ur kem­ur upp. 

  Það var sér­stak­lega ánægju­legt fyr­ir starfs­menn slökkvi­liðs­ins að frétta af af­reki Evu Marín­ar, því það sýn­ir og sann­ar gildi for­varna og efl­ir lið­ið til frek­ari dáða á þeim vett­vangi.

  Á mynd­inni eru Eva Marín og Jón Við­ar Matth­íasson slökkvi­liðs­stjóri sem heim­sótti Evu og fjöl­skyldu henn­ar, og hrós­aði fyr­ir hetju­dáð­ina. 

   

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00