Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. júní 2010

    MosfellsbærFyrsti fund­ur nýrr­ar bæj­ar­stjórn­ar í Mos­fells­bæ verð­ur hald­inn í dag. Á fund­in­um verð­ur kos­ið í ráð og nefnd­ir á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Sjálf­stæð­is­menn og Vinstri-græn í Mos­fells­bæ hafa sent frá sér til­kynn­ingu um áfram­hald­andi meiri­hluta­sam­st­arf.

    MosfellsbærFyrsti fund­ur nýrr­ar bæj­ar­stjórn­ar í Mos­fells­bæ verð­ur hald­inn í dag kl.16:30 og er venju sam­kvæmt öll­um op­inn. Á fund­in­um verð­ur kos­ið í ráð­og nefnd­ir á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins.

    Ný­kjörn­ir bæj­ar­full­trú­ar munu taka sæti í bæj­ar­stjórn. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga hlutu eft­ir­tald­ir kosn­ingu: 

    Kjörn­ir að­al­menn: Har­ald­ur Sverris­son (D), Herdís Sig­ur­jóns­dótt­ir (D), Bryndís Har­alds­dótt­ir (D), Jón Jósef Bjarna­son (M), Haf­steinn Páls­son (D), Jón­as Sig­urðs­son (S), Karl Tóm­asson (V).
       
    Vara­menn eru eft­ir­tald­ir: Kol­brún G Þor­steins­dótt­ir (D), Rún­ar Bragi Guð­laugs­son (D), Theodór Kristjáns­son (D),  Þórð­ur Björn Sig­urðs­son (M), Eva Magnús­dótt­ir (D), Hanna Bjart­mars Arn­ar­dótt­ir (S) og Bryndís Brynj­ars­dótt­ir (V).

    Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Mos­fells­bæ og Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð­hafa ákveð­ið að halda áfram meiri­hluta­sam­starfi sínu, að því er fram­kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá flokk­un­um sem birt er hér að neð­an.

    Einn­ig hef­ur Íbúa­hreyf­ing­in í Mos­fells­bæ óskað eft­ir að fá birta yf­ir­lýs­ingu og kem­ur hún hér að neð­an.

    16. júní 2010
    -FRÉTTA­TIL­KYNN­ING-

    Sjálf­stæð­is­menn og Vinstri-græn í áfram­hald­andi meiri­hluta­sam­starfi í Mos­fells­bæ

    Í ný­af­stöðn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um hlutu  sjálf­stæð­is­menn í Mos­fells­bæ 49.8% at­kvæða og fjóra full­trúa af sjö í bæj­ar­stjórn og bættu við sig manni frá síð­ustu kosn­ing­um. Vinstri-græn hlutu 11,7% og einn full­trúa líkt og fyr­ir fjór­um árum. Flokk­arn­ir störf­uðu sam­an í meiri­hluta á síð­asta kjör­tíma­bili.

    Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur einn hrein­an meiri­hluta en hef­ur þrátt fyr­ir það óskað eft­ir áfram­hald­andi sam­starfi  við Vinstri­hreyf­ing­una grænt fram­boð. Sam­st­arf síð­ustu fjög­urra ára hef­ur reynst vel og hef­ur ein­kennst af trausti og sam­hug. Nið­ur­stöð­ur kosn­ing­anna eru skýr skila­boð um ánægju íbúa.  Þess­ir tveir flokk­ar hafa því orð­ið sam­mála um að halda sam­starfi sínu áfram á kjör­tíma­bil­inu 2010-2014.

    Þjóð­fé­lagsum­ræð­an und­an­farin miss­eri hef­ur í aukn­um mæli beinst að lýð­ræð­is­um­bót­um hvers kon­ar. Rætt hef­ur ver­ið um völd og ábyrgð kjör­inna full­trúa og rétt íbúa til þess að taka þátt í ákvörð­un­um og mik­il­vægi þess að ná sam­stöðu um mál­efni sam­fé­lags­ins.  Af þeim sök­um vill Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mynda sem breið­asta sam­stöðu um stjórn sveit­ar­fé­lags­ins og lagði til að öll fram­boð ynnu sam­an að veiga­mikl­um mál­um á tíma­bil­inu. Tvö mál yrðu sett í sér­stak­an forg­ang í sam­vinnu fram­boð­anna á ár­inu 2010, ann­ars veg­ar að móta lýð­ræð­is­stefnu og regl­ur um íbúa­kosn­ing­ar og hins veg­ar að standa sam­an að gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2011.

    Þeim flokk­um sem munu eiga minni­hluta í bæj­ar­stjórn, Sam­fylk­ingu og Íbúa­hreyf­ing­unni, var einn­ig boð­ið að koma að stjórn sveit­ar­fé­lags­ins með mun áhrifa­meiri hætti en at­kvæða­magn þeirra ger­ir seg­ir til um. Þetta var gert til að gefa mætti öll­um fram­boð­um auk­ið tæki­færi á embætt­um og setu í nefnd­um. Boð­ið var upp á að ekki myndi fara fram hlut­falls­kosn­ing um setu í nefnd­um og ráð­um.  Þess í stað myndu sjálf­stæð­is­menn gefa eft­ir ákveð­in embætti og sæti í nefnd­um sem hlut­falls­kosn­ing hefði haft í för með sér sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lög­um.

    Sam­fylk­ing tók já­kvætt í þess­ar hug­mynd­ir sjálf­stæð­is­manna og lýsti yfir stuðn­ingi sín­um við þær. Íbúa­hreyf­ing­in hafði hins­veg­ar að­r­ar hug­mynd­ir  um sam­vinnu af þessu tagi og var ekki reiðu­bú­in að vinna sam­kvæmt þess­um hug­mynd­um. Það varð til þess að ekki verð­ur mögu­legt að gera sam­komulag um þver­póli­tíska sam­vinnu um mál­efni Mos­fells­bæj­ar að þessu sinni eins og hug­mynd­ir sjálf­stæð­is­manna gengu út á.

    Sjálf­stæð­is­menn og Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð hafa skipt með sér verk­um og verð­ur Har­ald­ur Sverris­son odd­viti sjálf­stæð­is­manna bæj­ar­stjóri.  Í upp­hafi verð­ur Karl Tóm­asson odd­viti VG for­seti bæj­ar­stór­n­ar og Herdís Sig­ur­jóns­dótt­ir, sem er í öðru sæti á lista sjálf­stæð­is­manna verð­ur formað­ur bæj­ar­ráðs.  

    Flokk­arn­ir hafa gert með sér áherslu- og sam­starfs­samn­ing þar sem m.a. kem­ur fram:
    •    Höf­uð­verk­efni kjör­tíma­bils­ins verð­ur að standa vörð um grunn­þjón­ustu  og vel­ferð­ar­mál en um leið að gæta ýtr­ustu var­færni og að­hald­semi í rekstri bæj­ar­fé­lags­ins.
    •    Leit­ast verði við að ná sem víð­tæk­astri sam­stöðu um fjár­hags­áætlun hvers árs með­al allra fram­boða sem sæti eiga í bæj­ar­stjórn.
    •    Á kjör­tíma­bil­inu verði unn­in lýð­ræð­is­stefna fyr­ir Mos­fells­bæ sem m.a byggi á heild­stefnu­mót­un sveit­ar­fé­lags­ins.  
    •    Skólast­arf í Mos­fells­bæ verði áfram leið­andi á landsvísu með áherslu á val­frelsi, fjöl­breytni, jöfn tæki­færi, ár­ang­ur og vellíð­an. Áhersla verði lögð á áfram­hald­andi góða þjón­ustu við börn og barna­fjöl­skyld­ur.
    •    Áfram verði stutt við íþrótta- og tóm­stund­ast­arf.
    •    Leit­ast verð­ur við að efla at­vinnu­líf og vernda það sem fyr­ir er.  Sér­staða Mos­fells­bæj­ar verði nýtt með því að búa til um­gjörð um heilsu- og menn­ing­ar­tengda ferða­þjón­ustu. Einn­ig muni Mos­fells­bær styðja við stofn­un Heilsuklasa í bæj­ar­fé­lag­inu og ýta und­ir að sveit­ar­fé­lag­ið verði mið­stöð heilsu­efl­ing­ar og heilsu­þjón­ustu.
    •    Gjöld­um á bæj­ar­búa verði stillt í hóf, einkum á barna­fjöl­skyld­ur.    
    •    Áfram verði unn­ið að jafn­rétt­is­mál­um inn­an stjórn­kerf­is bæj­ar­ins með mark­viss­um  og skipu­lögð­um hætti.
    •    Lögð er áherslu á að í Mos­fells­bæ um­gang­ist all­ir nátt­úr­una og um­hverf­ið af virð­ingu og í anda stefnu bæj­ar­ins um sjálf­bæra þró­un.
    •    Skipu­lags­málin verði unn­in í nánu sam­ráði við íbú­ana. Lögð er áhersla á góð bú­setu­skil­yrði í fal­legu og ör­uggu um­hverfi þar sem gert er ráð fyr­ir fjöl­breytt­um húsa- og íbúða­gerð­um sem upp­fylla þarf­ir íbúa á öll­um ævi­skeið­um.
    •    Stefnu­mót­un­ar­vinn­an sem unn­in hef­ur ver­ið verði nýtt til að sækja fram og gera Mos­fells­bæ eft­ir­tekt­ar­verð­ari fyr­ir menn­ing­ar­líf og menn­ing­ar­tengda ferða­þjón­ustu.
    -END­IR-

    16. júní 2010
    -Yf­ir­lýs­ing frá Íbúa­hreyf­ing­unni í Mos­fells­bæ vegna frétta­til­kynn­ingu frá Mos­fells­bæ-

    Hug­mynd­um Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í Mos­fells­bæ um sam­stjórn var hafn­að

    Í dag sendi kynn­inga­full­trúi Mos­fells­bæj­ar út frétta­til­kynn­ingu um áfram­hald­andi meiri­hluta­sam­st­arf Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs í Mos­fells­bæ.  Í til­kynn­inn­ing­unni er greint frá hug­mynd­um meiri­hlut­ans um að­komu minni­hlut­ans að stjórn bæj­ar­ins og lát­ið að því liggja að vegna af­stöðu Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar hafi ekki getað orð­ið af sam­starfi.

    Hug­mynd­ir meiri­hlut­ans fólust með­al ann­ars í því að öll fram­boð í bæj­ar­stjórn myndu leggja fram sam­eig­in­lega fjár­hags­áætlun.  Íbúa­hreyf­ing­in tók vel í þá hug­mynd og lagði til á grund­velli henn­ar að mynd­uð yrði sam­stjórn allra fram­boða um rekst­ur bæj­ar­ins því fjár­hags­áætlun væri í grund­vallarplagg hvað varð­ar stefnu­mörk­un í rekstri sveit­ar­félgasins.  Næð­ist ekki sam­staða um sam­stjórn lýsti Íbúa­hreyf­ing­in sig engu að síð­ur já­kvæða gagn­vart hug­mynd­um meiri­hlut­ans með ákveðn­um breyt­ing­um.  Ekki var tek­ið vel í hug­mynd­ir Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar af hálfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins og því strönd­uðu við­ræð­ur um sam­vinnu.
    -END­IR-

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00