Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. júní 2010

    Endurskoðun aðalskipulagsVinna við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags er nú langt á veg komin. Íbú­ar eru hvatt­ir til að kynna sér þær upp­lýs­ing­ar sem eru end­ur­skoð­un­inni til grund­vall­ar. Sér­stak­ur hnapp­ur hef­ur ver­ið sett­ur upp hægra meg­in á for­síðu mos.is til að auð­velda fólki að­g­ang að þeim.

    Endurskoðun aðalskipulagsVinna við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags er nú langt á veg komin. Íbú­ar eru­hvatt­ir til að kynna sér þær upp­lýs­ing­ar sem eru end­ur­skoð­un­inni til­grund­vall­ar. Sér­stak­ur hnapp­ur hef­ur ver­ið sett­ur upp hægra meg­in áfor­síðu mos.is til að auð­velda fólki að­g­ang að þeim. Sér­stök síða hef­ur ver­ið sett upp um efn­ið og er bein slóð á hana: http://mos.is/Skipu­lagog­um­hverfi/Skipu­lags­mal/End­ur­skod­unA­dal­skipu­lags/

    Áhuga­sam­ir bæj­ar­bú­ar eru ein­dreg­ið hvatt­ir til að kynna sér þessi gögnog hvað þau hafa fram að færa á áhuga­sviði hvers og eins. Ábend­ing­um og­at­huga­semd­um má koma á fram­færi með tölvu­pósti á net­fang­ið adal­skipu­lag[hja]mos.is

    Lögð hafa ver­ið fram til kynn­ing­ar hér á heima­síð­unni drög að­end­ur­skoð­uðu að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar til næstu tutt­ugu ára.Kynn­ing­in er nokk­urs­kon­ar und­an­fari lög­form­legr­ar aug­lýs­ing­ar skv.skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög­um enda er til­lag­an ekki full­unn­in. Mark­mið­ið­með kynn­ing­unni er að upp­lýsa bæj­ar­búa og um­sagnar­að­ila um stöðu­verks­ins, og gefa þeim kost á að koma á fram­færi at­huga­semd­um ogábend­ing­um sem síð­an verði hægt að hafa til hlið­sjón­ar við full­vinnslu­ti­lög­unn­ar í upp­hafi nýs kjör­tíma­bils.

    Gild­andi að­al­skipu­lag var sam­þykkt í árs­byrj­un 2003 en síð­an hafa verð­istað­fest­ar 13 breyt­ing­ar á því. Vinna að heild­ar­end­ur­skoð­un­að­al­skipu­lags­ins  hef­ur stað­ið yfir frá ár­inu 2007. Í upp­hafi verks­insvar lagt upp með það að end­ur­skoð­un­in skyldi einkum bein­ast að­eft­ir­töld­um þátt­um:

    • Vest­ur­lands­veg­ur, sam­búð veg­ar og byggð­ar í Mos­fells­bæ.
    • Stefnu­mörk­un fyr­ir byggð í Mos­fells­dal
    • Fram­tíð­ar hest­húsa­hverfi
    • Æv­in­týragarð­ur í Ull­ar­nes­brekku
    • Stefnu­mörk­un um frí­stunda­byggð

    Jafn­framt yrðu skipu­lags­gögn­in upp­færð og leið­rétt m.v. nú­ver­andi stöðu­mála, ýms­ar stefnu­mark­an­ir og skil­grein­ing­ar yf­ir­farn­ar,  lagt nýtt mat áþörf fyr­ir bygg­ing­ar­svæði und­ir íbúð­ir og at­vinnu­starf­semi áskipu­lags­tíma­bil­inu og þétt­býl­is­mörk skil­greind.

    Af ný­mæl­um sem fyr­ir­liggj­andi drög fela í sér ber helst að nefna breytta­stefnu­mörk­un varð­andi Vest­ur­landsveg, þar sem sett er fram súfram­tíð­ar­sýn að hann verði lagð­ur í stokk þar sem hann fer gegn­um bæ­inn­miðj­an og þann­ig dreg­ið úr klofn­ings­áhrif­um hans á byggð­ina. Í drög­unu­meru ekki mikl­ar breyt­ing­ar á af­mörk­un íbúð­ar- og at­vinnusvæða, þar sem­þau svæði sem skil­greind eru í gild­andi skipu­lagi eru í stór­um drátt­umtalin munu duga út skipu­lags­tíma­bil­ið, þó það nái 6 árum lengra  inn ífram­tíð­ina en gild­andi skipu­lag. Í grein­ar­gerð eru ýmis ný­mæli varð­andifram­setn­ingu stefnu og mark­miða í hinum ýmsu mála­flokk­um, og lagð­ar erut­il ýms­ar breyt­ing­ar á skil­grein­ing­um og skipu­lags­ákvæð­um, s.s. varð­andi­hverf­is­vernd og frí­stunda­byggð­ir.

    Gögn­in sem hér liggja frammi eru þessi:

    Þétt­býl­is­upp­drátt­ur(drög) – pdf, 3,7 MB
    Sveit­ar­fé­lags­upp­drátt­ur(drög) – pdf, 4,1 MB
    Grein­ar­gerð– Stefna og skipu­lags­ákvæði (drög) pdf, 2,6 MB

    Áhuga­sam­ir bæj­ar­bú­ar eru ein­dreg­ið hvatt­ir til að kynna sér þessi gögnog hvað þau hafa fram að færa á áhuga­sviði hvers og eins. Ábend­ing­um og­at­huga­semd­um má koma á fram­færi með tölvu­pósti á net­fang­ið adal­skipu­lag[hja]mos.is

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00