Vinna við endurskoðun aðalskipulags er nú langt á veg komin. Íbúar eru hvattir til að kynna sér þær upplýsingar sem eru endurskoðuninni til grundvallar. Sérstakur hnappur hefur verið settur upp hægra megin á forsíðu mos.is til að auðvelda fólki aðgang að þeim.
Vinna við endurskoðun aðalskipulags er nú langt á veg komin. Íbúar eruhvattir til að kynna sér þær upplýsingar sem eru endurskoðuninni tilgrundvallar. Sérstakur hnappur hefur verið settur upp hægra megin áforsíðu mos.is til að auðvelda fólki aðgang að þeim. Sérstök síða hefur verið sett upp um efnið og er bein slóð á hana: http://mos.is/Skipulagogumhverfi/Skipulagsmal/EndurskodunAdalskipulags/
Áhugasamir bæjarbúar eru eindregið hvattir til að kynna sér þessi gögnog hvað þau hafa fram að færa á áhugasviði hvers og eins. Ábendingum ogathugasemdum má koma á framfæri með tölvupósti á netfangið adalskipulag[hja]mos.is
Lögð hafa verið fram til kynningar hér á heimasíðunni drög aðendurskoðuðu aðalskipulagi Mosfellsbæjar til næstu tuttugu ára.Kynningin er nokkurskonar undanfari lögformlegrar auglýsingar skv.skipulags- og byggingarlögum enda er tillagan ekki fullunnin. Markmiðiðmeð kynningunni er að upplýsa bæjarbúa og umsagnaraðila um stöðuverksins, og gefa þeim kost á að koma á framfæri athugasemdum ogábendingum sem síðan verði hægt að hafa til hliðsjónar við fullvinnslutilögunnar í upphafi nýs kjörtímabils.
Gildandi aðalskipulag var samþykkt í ársbyrjun 2003 en síðan hafa verðistaðfestar 13 breytingar á því. Vinna að heildarendurskoðunaðalskipulagsins hefur staðið yfir frá árinu 2007. Í upphafi verksinsvar lagt upp með það að endurskoðunin skyldi einkum beinast aðeftirtöldum þáttum:
- Vesturlandsvegur, sambúð vegar og byggðar í Mosfellsbæ.
- Stefnumörkun fyrir byggð í Mosfellsdal
- Framtíðar hesthúsahverfi
- Ævintýragarður í Ullarnesbrekku
- Stefnumörkun um frístundabyggð
Jafnframt yrðu skipulagsgögnin uppfærð og leiðrétt m.v. núverandi stöðumála, ýmsar stefnumarkanir og skilgreiningar yfirfarnar, lagt nýtt mat áþörf fyrir byggingarsvæði undir íbúðir og atvinnustarfsemi áskipulagstímabilinu og þéttbýlismörk skilgreind.
Af nýmælum sem fyrirliggjandi drög fela í sér ber helst að nefna breyttastefnumörkun varðandi Vesturlandsveg, þar sem sett er fram súframtíðarsýn að hann verði lagður í stokk þar sem hann fer gegnum bæinnmiðjan og þannig dregið úr klofningsáhrifum hans á byggðina. Í drögunumeru ekki miklar breytingar á afmörkun íbúðar- og atvinnusvæða, þar semþau svæði sem skilgreind eru í gildandi skipulagi eru í stórum dráttumtalin munu duga út skipulagstímabilið, þó það nái 6 árum lengra inn íframtíðina en gildandi skipulag. Í greinargerð eru ýmis nýmæli varðandiframsetningu stefnu og markmiða í hinum ýmsu málaflokkum, og lagðar erutil ýmsar breytingar á skilgreiningum og skipulagsákvæðum, s.s. varðandihverfisvernd og frístundabyggðir.
Gögnin sem hér liggja frammi eru þessi:
Þéttbýlisuppdráttur(drög) – pdf, 3,7 MB
Sveitarfélagsuppdráttur(drög) – pdf, 4,1 MB
Greinargerð– Stefna og skipulagsákvæði (drög) pdf, 2,6 MB
Áhugasamir bæjarbúar eru eindregið hvattir til að kynna sér þessi gögnog hvað þau hafa fram að færa á áhugasviði hvers og eins. Ábendingum ogathugasemdum má koma á framfæri með tölvupósti á netfangið adalskipulag[hja]mos.is