Öll heimili í Mosfellsbæ fá í dag inn um bréfalúguna sína kort af stikuðum gönguleiðum í Mosfellsbæ.
Í miðopnu Mosfellings, sem kemur út í dag, má finna glæsilegt göngukort sem vert er að geyma. Skátafélagið Mosverjar hefur í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að stikun gönguleiða um fell og dali Mosfellsbæjar.
Mosfellingar eru hvattir til að nýta sér þetta heillandi umhverfi sem við höfum til útivistar hér í fjallendi Mosfellsbæjar sem best. Ýmis fróðleikur um land og sögu er einnig að finna á bakhlið kortsins og er textinn eftir Bjarka Bjarnason.
Mosfellingi er dreift frítt inn á öll heimili í Mosfellsbæ.