Fyrir nokkru opnaði ný verslun í Leirvogstungu sem rekin er af börnunum í hverfinu.
Vöruúrvalið er fjölbreytt, hægt er að fá leikföng, barnabækur, eðlur, nagla, skóbúnað, heimabakaðar kökur, popp og margt fleira. Verðlagi er stillt í hóf og gleðin er í fyrirrúmi.
Krakkarnir hafa ákveðið að gefa allan ágóða af sölunni til styrktar bágstöddum en ekki er alveg komið á hreint hvaða málefni verður fyrir valinu.
Tengt efni
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.