Áfram verður unnið að því að tengja nýjan kafla Vesturlandsvegar við Leirvogstungu í Mosfellsbæ í nótt, aðfararnótt 11. júní.
Að sögn Vegagerðarinnar má búast við verulegum truflunum á umferð frá kl. 20 í kvöld til kl. 10 í fyrramálið.
Ökumenn eru beðnir um aka varlega um vinnusvæðið og virða merkingar um hámarkshraða en sérstök athygli er vakin á því að á vissum kafla vegarins verður hámarkshraði lækkaður í 30 km á klst. Að tengingu lokinni verður umferð hleypt á nýja kafla vegarins.
Framkvæmdir eru nú að hefjast við tvöföldun Hringvegar (1) í Mosfellsbæ, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi. Vegfarendum er bent á að aka varlega um vinnusvæðið og virða merkingar um hámarkshraða.