Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. júní 2010

Nú er haf­inn sum­ar­lest­ur fyr­ir börn fædd 2000, 2001 og 2002 í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar.

Upp­skeru­há­tíð verð­ur 31. ág­úst og munu þá all­ir sem taka þátt fá við­ur­kenn­ingu og verð­laun.

Börn­in mæta á bóka­safn­ið með blað­ið um sum­ar­lest­ur­inn sem þau fengu í skól­an­um og fá bæk­ling með sér heim þar sem þau skrá bæk­urn­ar sem þau lesa í sum­ar.

Alltaf kem­ur bet­ur og bet­ur í ljós að þau börn sem ná góð­um tök­um á lestri standa bet­ur að vígi í öllu námi. Færni í lestri eyk­ur orða­forða, mál­þroska og síð­ast en ekki síst sjálfs­traust. Hvetj­um því börn­in til að taka þátt í sum­ar­lestr­in­um og stuðl­um þann­ig að því að þau geti upp­lifað fjöl­breytt­an æv­in­týra­heim bók­anna.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00