Nú er hafinn sumarlestur fyrir börn fædd 2000, 2001 og 2002 í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Uppskeruhátíð verður 31. ágúst og munu þá allir sem taka þátt fá viðurkenningu og verðlaun.
Börnin mæta á bókasafnið með blaðið um sumarlesturinn sem þau fengu í skólanum og fá bækling með sér heim þar sem þau skrá bækurnar sem þau lesa í sumar.
Alltaf kemur betur og betur í ljós að þau börn sem ná góðum tökum á lestri standa betur að vígi í öllu námi. Færni í lestri eykur orðaforða, málþroska og síðast en ekki síst sjálfstraust. Hvetjum því börnin til að taka þátt í sumarlestrinum og stuðlum þannig að því að þau geti upplifað fjölbreyttan ævintýraheim bókanna.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.