Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Um ný­af­staðna helgi var mik­ið líf og fjör á Varmár­velli. Þar fór fram Frjálsí­þrótta­mót Gogga gal­vaska fyr­ir börn 14 ára og yngri.

Alls mættu 228 kepp­end­ur til leiks og þreyttu þraut­ir í þrjá daga. Sjö Gogga­met voru sleg­in og eitt Ís­lands­met var sett í kringlukasti stelpna. Á laug­ar­dag og sunnu­dag vakti at­hygli ný­legt keppn­is­form fyr­ir 8 ára börn og yngri svo­nefnd­ar Krakka frjáls­ar. Það þótti ekki síð­ur spenn­andi, við þetta keppn­is­form, að for­ráða­menn barn­anna voru hluti af keppn­inni. Erfitt er að skýra út í stuttu máli þessa að­ferð – bara hægt að segja, sjón er sögu rík­ari. Móts­stjóri sagði þetta form hafa kom­ið mjög vel út og keppn­in öll tek­ist vel.

Frjálsí­þrótta­deild Aft­ur­eld­ing­ar vill nota tæki­fær­ið og senda öll­um sjálf­boða­lið­um bestu þakki fyr­ir sem og elstu ið­k­end­um í frjálsí­þrótta­deild­inni fyr­ir þeirra frá­bæru að­stoð.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00