Um nýafstaðna helgi var mikið líf og fjör á Varmárvelli. Þar fór fram Frjálsíþróttamót Gogga galvaska fyrir börn 14 ára og yngri.
Alls mættu 228 keppendur til leiks og þreyttu þrautir í þrjá daga. Sjö Goggamet voru slegin og eitt Íslandsmet var sett í kringlukasti stelpna. Á laugardag og sunnudag vakti athygli nýlegt keppnisform fyrir 8 ára börn og yngri svonefndar Krakka frjálsar. Það þótti ekki síður spennandi, við þetta keppnisform, að forráðamenn barnanna voru hluti af keppninni. Erfitt er að skýra út í stuttu máli þessa aðferð – bara hægt að segja, sjón er sögu ríkari. Mótsstjóri sagði þetta form hafa komið mjög vel út og keppnin öll tekist vel.
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar vill nota tækifærið og senda öllum sjálfboðaliðum bestu þakki fyrir sem og elstu iðkendum í frjálsíþróttadeildinni fyrir þeirra frábæru aðstoð.