Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. júní 2010

  Íþrótta­há­tíð Gogga gal­vaska verð­ur hald­in á Varmár­velli í Mos­fells­bæ nú um helg­ina í 21. sinn. Goggi gal­vaski er stór­há­tíð ungra frjálsí­þrótta­manna og eitt stærsta íþrótta­mót sem hald­ið er á land­inu fyr­ir 14 ára og yngri.

  Íþrótta­há­tíð Gogga gal­vaska verð­ur hald­in á Varmár­velli í Mos­fells­bæ nú um helg­ina í 21. sinn. Goggi gal­vaski er stór­há­tíð ungra frjálsí­þrótta­manna og eitt stærsta íþrótta­mót sem hald­ið er á land­inu fyr­ir 14 ára og yngri. Á mót­inu er keppt í frjáls­um íþrótt­um en marg­ir ís­lensk­ir af­reks­menn í frjáls­um íþrótt­um hafa haf­ið fer­il sinn á þessu móti.
  Það verð­ur þó ekki bara keppt í frjáls­um íþrótt­um held­ur verð­ur líka hægt að fara í skrúð­göngu,  skógrækt og sund­laugarpartí á mót­inu. Sú nýj­ung verð­ur þetta árið að keppn­is­form 8 ára og yngri verð­ur í formi þrauta­brauta.
  Þess má geta að í til­efni þess að nú er Goggi tví­tug­ur verð­ur gróð­ur­sett stórt og veg­legt tré við göngu­brúna við Varmá milli klukk­an 12:30-13 á laug­ar­deg­in­um.
  Goggi gal­vaski, hef­ur haft það að leið­ar­ljósi allt frá byrj­un að skemmta sjálf­um sér og að gest­ir hans skemmti sér vel yfir há­tíð­is­dag­ana í leik jafnt sem keppni.

  Það verð­ur mik­ið fjör á Varmár­vell­in­um í Mos­fells­bæ um helg­ina og Goggi gal­vaski hlakk­ar til að sjá þig og þína.

  Nán­ar má sjá dagskrá á www.aft­ur­eld­ing.is og á www.fri.is

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00