Íþróttahátíð Gogga galvaska verður haldin á Varmárvelli í Mosfellsbæ nú um helgina í 21. sinn. Goggi galvaski er stórhátíð ungra frjálsíþróttamanna og eitt stærsta íþróttamót sem haldið er á landinu fyrir 14 ára og yngri.
Íþróttahátíð Gogga galvaska verður haldin á Varmárvelli í Mosfellsbæ nú um helgina í 21. sinn. Goggi galvaski er stórhátíð ungra frjálsíþróttamanna og eitt stærsta íþróttamót sem haldið er á landinu fyrir 14 ára og yngri. Á mótinu er keppt í frjálsum íþróttum en margir íslenskir afreksmenn í frjálsum íþróttum hafa hafið feril sinn á þessu móti.
Það verður þó ekki bara keppt í frjálsum íþróttum heldur verður líka hægt að fara í skrúðgöngu, skógrækt og sundlaugarpartí á mótinu. Sú nýjung verður þetta árið að keppnisform 8 ára og yngri verður í formi þrautabrauta.
Þess má geta að í tilefni þess að nú er Goggi tvítugur verður gróðursett stórt og veglegt tré við göngubrúna við Varmá milli klukkan 12:30-13 á laugardeginum.
Goggi galvaski, hefur haft það að leiðarljósi allt frá byrjun að skemmta sjálfum sér og að gestir hans skemmti sér vel yfir hátíðisdagana í leik jafnt sem keppni.
Það verður mikið fjör á Varmárvellinum í Mosfellsbæ um helgina og Goggi galvaski hlakkar til að sjá þig og þína.
Nánar má sjá dagskrá á www.afturelding.is og á www.fri.is