Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. júní 2010

  Nokk­uð hef­ur bor­ið á kvört­un­um um ut­an­vega­akst­ur í Mos­fells­bæ að und­an­förnu og virð­ist um­ferð jeppa, fjór­hjóla og tor­færu­hjóla utan merktra veg­slóða í hlíð­um fella í Mos­fells­bæ, s.s. Úlfars­fells og Æs­ustaða­fells, vera al­geng­ur. 

  Nokk­uð hef­ur bor­ið á kvört­un­um um ut­an­vega­akst­ur í Mos­fells­bæ að und­an­förnu og virð­ist um­ferð jeppa, fjór­hjóla og tor­færu­hjóla utan merktra veg­slóða í hlíð­um fella í Mos­fells­bæ, s.s. Úlfars­fells og Æs­ustaða­fells, vera al­geng­ur.  Ís­lensk­ur jarð­veg­ur er laus í sér og við­kvæm­ur fyr­ir átroðn­ingi, og því sér­stak­lega þörf á að fylgja regl­um um ut­an­vega­akst­ur fast eft­ir.  Skv. nátt­úru­vernd­ar­lög­um er óheim­ilt að aka vél­knún­um öku­tækj­um utan vega, nema um sé að ræða snævi þakta og frosna jörð.  Ferða­lang­ar á vél­knún­um far­ar­tækj­um eru vin­sam­leg­ast beðn­ir um að virða þess­ar regl­ur og halda sig á fyr­ir­fram mörk­uð­um veg­slóð­um.

  Af gefnu til­efni er vakin at­hygli á því að akst­ur vél­knú­inna far­ar­tækja, þ.m.t. fjór­hjóla og tor­færu­hjóla, er óheim­ill á reiðstíg­um vegna hættu á skemmd­um og vegna slysa­hættu.

  Það er mik­il­vægt að eig­end­ur vél­knú­inna öku­tækja sem bjóða uppá ut­an­vega­akst­ur fylgi þess­um regl­um vel eft­ir og leið­beini þeim sem ekki þekkja þær.  Í flest­um til­fell­um eru þess­ir hóp­ar til fyr­ir­mynd­ar, en það þarf ekki marga til að valda var­an­leg­um skemmd­um á við­kvæmdri nátt­úru.

  Ef íbú­ar Mos­fells­bæj­ar verða var­ir við ut­an­vega­akst­ur að þessu tagi er þeim bent á að til­kynna það til lög­regl­unn­ar í Mos­fells­bæ í síma 444 1190 eða í Þjón­ustumið­stöð Mos­fells­bæj­ar við Völu­teig í síma 525 6780.

   

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00