Merki Krikaskóla tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna
Merki Krikaskóla hefur verið tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðurinn 2009.
Samráðsfundur með íbúum um endurskoðun aðalskipulags
Skipulags- og byggingarnefnd boðar til samráðsfundar með íbúum Mosfellsbæjar í Lágafellsskóla þriðjudaginn 2. mars kl. 20. Umræðuefnið er nýtt hesthúsahverfi í Mosfellsbæ.
Mozart og Salieri fyrir sex
Tónleikar í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna við Þverholt, þriðjudaginn 2. mars kl. 20.00. Miðasala við innganginn frá kl. 19.30, miðaverð kr. 2.000/1.000.
Mosfellsbær skaraði fram úr í Lífshlaupinu
Mosfellsbær skaraði framúr í Lífshlaupinu sem ÍSÍ hefur staðið fyrir um allt land undanfarnar vikur. Varmárskóli vann stórsigur í sínum flokki skóla og hafnaði Lágafellsskóli í þriðja sæti sem verður að teljast frábær árangur. Ennfremur sigruðu bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í sínum flokki vinnustaða og er því ljóst að Mosfellingar eru í fararbroddi í hreyfingu á landsvísu enda er Mosfellsbær mikill íþrótta- og heilsueflingarbær.
Margt í mörgu
Í Listasal Mosfellsbæjar var laugardaginn 20. febr. sl. opnuð sýning Hildigunnar Birgisdóttur “Margt í mörgu”. Hildigunnur sýnir teikningar og skúlptúra sem eru framhald af vangaveltum hennar um kerfi og reglur – glundroða og útnára efnisheimsins. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar og stendur til 20. mars.Allir velkomnir – aðgangur ókeypis
Átak í söfnun skjala sóknarnefnda
Biskup Íslands og Félag héraðskjalavarða á Íslandi standa fyrirsameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna sóknarnefnda ílandinu.
Prjónasamvera, samskiptaleikni og kærleiksþjálfun í dag
Dagskrá Kærleiksviku í dag samanstendur af kærleiksþjálfun ogfyrirlestri um samskiptaleikni, sem hvorttveggja fer fram í Hraunhúsumog prjónasamveru í safnaðarheimili Lágafellssóknar.
Qi gong á Kærleiksviku í dag
Leikarinn landskunni, Gunnar Eyjólfsson, kennir Qi gong aðferðina í Lágafellslaug í dag kl. 18 og er það liður í Kærleiksviku í Mosfellsbæ.
Öskudagsgleði í Kjarna
Fjöldi trúða, púka og furðuvera sást fara um syngjandi í hópum um Kjarnaí dag. Einnig sást til Línu langsokks, kúreka-klans, eightís-gengis oghóps skuggalegra náunga sem allir voru þó með bros á vör.
Hvernig er skóli án eineltis?
Miðvikudaginn 24. febrúar verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður velt upp spurningunni: Hvernig er skóli án eineltis?
Barnafata-skiptimarkaður Rauða krossins í Mosfellsbæ
Barnafata-skiptimarkaður fyrir fatnað á börn12 ára og yngri er haldinn íSjálfboðamiðstöð Kjósarsýsludeildar Rauða krossins, Þverholti 7, allaþriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-13. Síðdegismarkaðir eru haldnireftirfarandi þriðjudaga kl. 17-19: 16. febrúar, 2. mars og 16. mars
Settu Íslandsmet í hópknúsi
Á fjórða hundrað einstaklingar komu saman á Miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í gær og gerðu tilraun til að setja heimsmet í hópknúsi. Það tókst ekki en hins vegar er að öllum líkindum um Íslandsmet að ræða.
Stefnt á heimsmet í hópknúsi í Mosfellsbæ í upphafi Kærleiksviku
Næstkomandi sunnudag hefst Kærleiksvika í Mosfellsbæ og upphaf vikunnarverður á Miðbæjartorgi Mosfellinga þar sem stefnt er að því að setjaheimsmet í hópknúsi. Að því loknu verður Kærleikslagið 2010 frumflutt.
Landsmót skólalúðrasveita í Mosfellsbæ um helgina
Landsmót Samtaka íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL) verður haldið íMofellsbæ um helgina. Mótið verður sett föstudagskvöldið 12. febrúar kl.21.30 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Safnanótt í Mosfellsbæ í kvöld - KK með tónleika á Gljúfrasteini
Gljúfrasteinn tekur þátt í safnanótt í fyrsta sinn í ár og verður með opið frá kl. 19 – 24 föstudaginn 12. febrúar.
Kærleiksvika í Mosfellsbæ 14.- 21. febrúar 2010
Kærleiksvika verður haldin í Mosfellsbæ 14. – 21. febrúar og á að verða vika þar sem kærleikurinn verður ofar öllu. Hugmyndin er sjálfsprottin í grasrót Mosfellsbæjar og hefur fjöldi fólks tekið þátt í undirbúningi vikunnar. Stefnt er að því að vikan verði full af kærleiksríkum viðburðum, verkefnum oguppákomum.
Vel heppnað íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ
Mosfellsbær hélt á þriðjudag vel heppnað íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ. Tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins.
Farþegar hafa aldrei verið ánægðari með Strætó
Vegin gæðavísitala þjónustu Strætó bs. hefur aldrei verið hærri frá stofnun byggðasamlagsins en nú, að því er fram kemur í niðurstöðum þjónustumats sem fram fór fyrir áramót.
Stefnt að framkvæmdum við Vesturlandsveg í vor
Útlit er fyrir að framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar frá hringtorginu við Þverholt að Þingvallarafleggjara hefjist í vor. Gleðifréttir fyrir Mosfellinga, segir bæjarstjóri.
Íbúaþing um sjálfbæra þróun á þriðjudag
Mosfellsbær boðar til íbúaþings um sjálfbæra þróun og vonast eftir þátttöku íbúa í endurskoðun Staðardagskrár 21 og setningu markmiða Mosfellsbæjar um sjálfbæra þróun.