Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. febrúar 2010

Veg­in gæða­vísi­tala þjón­ustu Strætó bs. hef­ur aldrei ver­ið hærri frá stofn­un byggða­sam­lags­ins en nú, að því er fram kem­ur í nið­ur­stöð­um þjón­ustumats sem fram fór fyr­ir ára­mót.

Skýrist það einkum af því að ánægja far­þega með hitast­ig og inn­an­þrif vagna mæl­ist meiri en áður, stund­vísi og akst­ur­lag hef­ur batn­að og  við­mót vagn­stjóra mæl­ist nú mun betra en áður.

Að sögn Reyn­is Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Strætó bs., er þessi bætti ár­ang­ur beinn afrakst­ur verk­efna sem ráð­ist hef­ur ver­ið í inn­an fyr­ir­tæk­is­ins að und­an­förnu. „Þenn­an frá­bæra ár­ang­ur má þakka sam­stilltu átaki starfs­manna – og við hyggj­umst ekki láta stað­ar num­ið hér, held­ur bæta okk­ur enn frek­ar á kom­andi árum,“ seg­ir Reyn­ir og nefn­ir í þessu sam­bandi m.a. eft­ir­far­andi at­riði:

  • All­ir ferl­ar varð­andi þrif vagn­anna, að inn­an jafnt sem utan, hafa ver­ið end­ur­skipu­lagð­ir, sam­hliða því að ný þvotta­stöð var tekin í notk­un.
  • Þá hef­ur ver­ið tek­ið í notk­un svo­kallað „spena­kerfi“, sem teng­ir vagn­ana við lofts­löngu og raf­magn, sem hef­ur leitt til þess að nú fara þeir heit­ir út í þjón­ust­una á hverj­um morgni þann­ig að fyrstu far­þeg­ar stíga inn í hlýja vagna.
  • End­ur­skoð­un tíma­áætl­ana á ein­stök­um leið­um hef­ur leitt til bættr­ar stund­vísi. Í þess­um til­gangi var stofn­uð akst­urs­frávika­nefnd með þátt­töku vagn­stjóra, sem hef­ur það hlut­verk að greina frá­vik og koma með til­lög­ur til lausn­ar.
  • Á síð­ast­liðnu ári hóf nýtt þjón­ustu­ver starf­semi sína. Þar er veitt öll þjón­usta gagn­vart far­þeg­um ásamt sam­ræm­ingu og skipu­lagi akst­urs. Þá hef­ur að­gengi far­þega að upp­lýs­ing­um og kor­ta­kaup­um á vef Strætó ver­ið stór­bætt og nú nýt­ir um fjórð­ung­ur við­skipta­vina vef­inn til að kaupa strætó­kort og far­miða.

Um 650 far­þeg­ar tóku þátt í þjón­ustumat­inu, sem fór þann­ig fram að eyðu­blöð­um var dreift með­al far­þega í vögn­un­um, sem svör­uðu á með­an á ferð­inni stóð. Mat­ið var lagt fyr­ir far­þega á öll­um leið­um, á öll­um tím­um dags, og var reynt að hafa þátt­tak­enda­hóp­inn sem breið­ast­an með til­liti til kyns, ald­urs, þjóð­ern­is o.s.frv.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00