Fjöldi trúða, púka og furðuvera sást fara um syngjandi í hópum um Kjarnaí dag. Einnig sást til Línu langsokks, kúreka-klans, eightís-gengis oghóps skuggalegra náunga sem allir voru þó með bros á vör.
Fjöldi trúða, púka og furðuvera sást fara um syngjandi í hópum um Kjarna í dag. Einnig sást til Línu langsokks, kúreka-klans, eightís-gengis og hóps skuggalegra náunga sem allir voru þó með bros á vör. Allir áttu það sameiginlegt að vera með plastpoka með gotteríi sem fengist hafði að launum fyrir fagran söng.
Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við öskudagsklædda Mosfellinga í dag enda voru hátíðarhöldin ekki einskorðuð við KJarna heldur dreiðfðust grímuklædd börnin um allan bæ. Lítið bar þó á öskudagspokunum góðu, sem voru eitt helsta einkennismerki öskudagsins hér á áum áður en þó er aldrei að vita nema öskupokinn komist aftur í tísku innan tíðar.