Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. febrúar 2010

    Kærleiksvika í MosfellsbæKær­leiksvika verð­ur hald­in í Mos­fells­bæ 14. – 21. fe­brú­ar og á að verða vika þar sem kær­leik­ur­inn verð­ur ofar öllu. Hug­mynd­in er sjálfsprott­in í grasrót Mos­fells­bæj­ar og hef­ur fjöldi fólks tek­ið þátt í und­ir­bún­ingi vik­unn­ar. Stefnt er að því að vik­an verði full af kær­leiks­rík­um við­burð­um, verk­efn­um oguppá­kom­um.

    Kærleiksvika í MosfellsbæMarkmið kær­leiksvik­unn­ar er að hver ein­asti bæj­ar­búi finni fyr­ir kær­leik í sinn garð og gefi af sér kær­leik. Þetta gæti fal­ist í hrósi, faðmi, brosi, fal­leg­um skila­boð­um eða ein­hverju öðru upp­byggi­legu og skemmti­legu.

    Verk­efn­ið er sjálfsprott­ið og er ekki tengt nein­um ákveðn­um fé­lags­skap, stofn­un eða fyr­ir­tæki. Von und­ir­bún­ings­hóps­ins er sú að sem flest­ir komi með fram­lag til vik­unn­ar og að hún höfði til íbúa á öll­um aldri. Ætlast er til þess að þeir sem koma með hug­mynd að við­burð­um, verk­efn­um sjái einn­ig um fram­kvæmd­ina þótt und­ir­bún­ings­hóp­ur­inn erum til­bú­in að að­stoða ef þörf er á.

    Von und­ir­bún­ings­hóps­ins er sú að Mos­fell­ing­ar taki kær­leiksvik­unni vel og til verði fullt af skemmti­leg­um við­burð­um og verk­efn­um. Áhuga­sam­ir eru hvatt­ir til að senda upp­lýs­ing­ar um við­burði í Kær­leiksvik­unni á net­fang­ið kaer­leiksvikamos[hja]gmail.com. Dagskrá vik­unn­ar verð­ur svo kynnt hér á vef Mos­fells­bæj­ar www.mos.is.

    Fyrsti dag­ur kær­leiksvik­unn­ar er sunnu­dag­ur­inn 14. fe­brú­ar (Valentínus­ar­dag­ur) og mun und­ir­bún­ings­hóp­ur­inn standa að upp­hafs­við­burð­in­um, hóp­knúsi, sem von­andi verð­ur fært í heims­meta­bók GUINNIESS. Bæj­ar­bú­ar verða hvatt­ir til að fara í bros­göngu að mið­bæj­ar­torg­inu þenn­an sunnu­dag þar sem Mos­fell­ing­ar munu knús­ast og setja heims­met í hóp­knúsi. Í kjöl­far­ið verð­ur svo stutt skemmti­dagskrá inni í Kjarna sem aug­lýst verð­ur þeg­ar nær dreg­ur.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00