Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. febrúar 2010

    KærleiksknúsNæst­kom­andi sunnu­dag hefst Kær­leiksvika í Mos­fells­bæ og upp­haf vik­unn­ar­verð­ur á Mið­bæj­ar­torgi Mos­fell­inga þar sem stefnt er að því að setja­heims­met í hóp­knúsi. Að því loknu verð­ur Kær­leikslag­ið 2010 frum­flutt.

    KærleiksknúsNæst­kom­andi sunnu­dag hefst Kær­leiksvika í Mos­fells­bæ og upp­haf vik­unn­ar verð­ur á Mið­bæj­ar­torgi Mos­fell­inga þar sem stefnt er að því að setja heims­met í hóp­knúsi. Að því loknu verð­ur Kær­leikslag­ið 2010 frum­flutt. Lag­ið samdi Biggi í Gildrunni við texta Ingi­bjarg­ar Bjarna­dótt­ur frá Gnúpu­felli.

    Kær­leiksvik­an verð­ur hald­in í Mos­fells­bæ vik­una 14. -21. fe­brú­ar. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er hald­in. Kær­leiksvika á að verða vika þar sem kær­leik­ur­inn verð­ur ofar öllu hér í Mos­fells­bæ.

    Markmið vik­unn­ar er að hver ein­asti bæj­ar­búi finni fyr­ir kær­leik í sinn garð og gefi af sér kær­leik.  Þetta gæti fal­ist í hrósi, faðmi, brosi, fal­leg­um skila­boð­um eða ein­hverju öðru upp­byggi­legu og skemmti­legu.

    Kær­leiksvik­an er sjálfsprott­in – skipu­lögð af kær­leiks­rík­um Mos­fell­ing­um sem er ekki tengt nein­um ein­um sam­tök­um eða fé­lags­skap. Mos­fells­bær hef­ur hins veg­ar veitt Kær­leiksvik­unni stuðn­ing.

    Dagskrá Kær­leiksvik­unn­ar hefst á sunnu­dag kl. 15 þeg­ar til­raun verð­ur gerð til að slá heims­met í hóp­knúsi. Full­trúi Heims­meta­bók­ar Guinn­ess verð­ur á staðn­um til að votta heims­met­ið.

    Að loknu knúsi verð­ur hægt að fá sér kaffi og kakó í Kjarna þar sem Kær­leikslag­ið 2010 verð­ur frum­flutt. Höf­und­ur þess er Biggi í Gildrunni og flyt­ur söng­kon­an Stef­anía Svavars­dótt­ir lag­ið. Einn­ig munu Leik­skóla­kór­inn og Ála­fosskór­inn koma fram.

    Hug­mynd­in er að sem flest fé­laga­sam­tök, stofn­an­ir, fyr­ir­tæki, hóp­ar og ein­stak­ling­ar taki þátt í vik­unni með sín­um hætti.  Við von­um að vik­an verði full af kær­leiks­rík­um við­burð­um, verk­efn­um og uppá­kom­um. Enn er hægt að bæta við við­burð­um á Kær­leiksvik­unni. Þeir sem vilja standa fyr­ir við­burð­um er bent á að hafa sam­band við und­ir­bún­ings­hóp­inn með því að senda tölvu­póst á kaer­leiksvika[hja]gmail.com.

    Dagskrá vik­unn­ar verð­ur kynnt á www.kaer­leik­ur.blog.is og á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar www.mos.is/kaer­leiksvika.  Kær­leiksvik­an er einn­ig á Face­book.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00