Á fjórða hundrað einstaklingar komu saman á Miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í gær og gerðu tilraun til að setja heimsmet í hópknúsi. Það tókst ekki en hins vegar er að öllum líkindum um Íslandsmet að ræða.
Á fjórða hundrað einstaklingar komu saman á Miðbæjartorgi Mosfellsbæjar ígær og gerðu tilraun til að setja heimsmet í hópknúsi. Það tókst ekkien hins vegar er að öllum líkindum um Íslandsmet að ræða.
Viðburðurinn markaði upphaf Kærleiksviku í Mosfellsbæ sem fram fer 14. – 21. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem Kærleiksvikan er haldin en stefnt er á að hún verði árlegur viðburður í bæjarfélaginu upp frá þessu.
Fjöldi kærleiskríkra viðburða verða víða um Mosfellsbæ í vikunni. Þar má nefna að skólabörn í Mosfellsbæ hafa skrifað kærleiksrík skilaboð og skreytt innkaupakerrur í matvöruverslunum. Boðið verður upp á kærleiksþjálfun, haldinn verður fyrirlestur í samskiptaleikni, haldin verður kærleiksmessa í Lágafellskirkju og farið verður í kínverska leikfimi, Qigong, í Lágafellslaug.
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vef Kærleiksvikunnar: mos.is/kaerleiksvika