Mosfellsbær hélt á þriðjudag vel heppnað íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ. Tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins.
Mosfellsbær hélt á þriðjudag vel heppnað íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ. Tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins.
Um 30 manns mætu á íbúaþingið og tóku þátt í lifandi umræðu um hvað ættu að vera helsu áherslur bæjaryfirvalda í þessum málaflokki næstu árin.
Verkefnisstjórn Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ mun nú í framhaldinu fara yfir þær hugmyndir og áherslur sem fram komu á íbúaþinginu og nýta þær við áframhaldandi vinnu við endurskoðun Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ og þeirri gerð aðgerðaráætlunar sem nú stendur yfir.