Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. febrúar 2010

    VesturlandsvegurÚt­lit er fyr­ir að fram­kvæmd­ir við tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar frá hring­torg­inu við Þver­holt að Þing­vall­araf­leggj­ara hefj­ist í vor. Gleðifrétt­ir fyr­ir Mos­fell­inga, seg­ir bæj­ar­stjóri.

    VesturlandsvegurÚt­lit er fyr­ir að fram­kvæmd­ir við tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar frá hring­torg­inu við Þver­holt að Þing­vall­araf­leggj­ara hefj­ist í vor. Hring­torg­ið við Varmá verð­ur stækkað og gerð­ar hljóð­man­ir með­fram lóð­um milli Ála­foss­veg­ar og Áslands. Mos­fell­ing­ar hafa lengi bar­ist fyr­ir því að um­ferðarör­yggi og hljóð­vist á þess­um kafla yrði bætt og er nú loks út­lit fyr­ir að af því verði.

    Rík­is­stjórn­in ákvað á fundi sín­um í gær að fela sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra að ræð­ast við um hvern­ig og hvenær ráð­ast megi í þetta verk, sem og fram­kvæmd­ir við Suð­ur­landsveg, og er stefnt að fundi þeirra seint í vik­unni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sam­göngu­ráðu­neyt­inu.

    Að sögn upp­lýs­inga­full­trúa Vega­gerð­ar­inn­ar, G. Pét­urs Matth­ías­son­ar,  er um að ræða fram­kvæmd­ir sem kosta munu um 500 millj­ón­ir króna. Í þeim felst tvö­föld­un 1,5 km kafla frá Hafra­vatns­vegi að Þing­valla­vega­mót­um, tvö­föld­un hring­torgs­ins við Ála­fossveg, leng­ing und­ir­ganga fyr­ir göngu-, hjól­reiða- og reið­fólk við Varmá, leng­ing stálund­ir­gangna fyr­ir göngu- og hjól­reiða­fólk við Ásland, breikk­un brú­ar yfir Varmá, gerð göngu­brú­ar yfir Varmá, gerð reið-, göngu- og hjól­reiða­stíga með­fram Vest­ur­lands­vegi, ásamt hljóð­mön milli veg­ar og byggð­ar frá Ála­foss­vegi að und­ir­göng­um við Ásland. Hljóð­mön frá Áslandi í átt að Þing­vall­ar­vegi verð­ur stækk­uð. Verk­ið verð­ur unn­ið í sam­ráði við Mos­fells­bæ.

    Und­ir­bún­ing­ur út­boðs er langt kom­inn, að sögn G. Pét­urs. Ef sam­göngu­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra taka ákvörð­un fljót­lega um að ráð­ast í verk­ið verði hægt að bjóða það út í mars. Samn­ing­ar við verktaka yrðu vænt­an­lega gerð­ir í maí og hægt að hefja fram­kvæmd­ir fljót­lega upp úr því. Verklok eru áætluð haust­ið 2011.

    Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, seg­ir þetta gleðifrétt­ir fyr­ir Mos­fell­inga og aðra veg­far­end­ur um Vest­ur­landsveg. “Það er ánægju­legt að það hafi ver­ið hlustað á okk­ar rök í mál­inu sem við höf­um ver­ið dug­leg að koma á fram­færi. Við erum þakk­lát fyr­ir skiln­ing Kristjáns Möl­ler sam­göngu­ráð­herra á mál­inu,” seg­ir Har­ald­ur.

    Hér að neð­an má skoða glærukynn­ingu sem Vega­gerð­in hélt fyr­ir Mos­fell­inga í maí í fyrra eða opna sem pdf-skjal hér.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00