Í Listasal Mosfellsbæjar var laugardaginn 20. febr. sl. opnuð sýning Hildigunnar Birgisdóttur “Margt í mörgu”. Hildigunnur sýnir teikningar og skúlptúra sem eru framhald af vangaveltum hennar um kerfi og reglur – glundroða og útnára efnisheimsins. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar og stendur til 20. mars.
Allir velkomnir – aðgangur ókeypis
Í Listasal Mosfellsbæjar var laugardaginn 20. febr. sl. opnuð sýning Hildigunnar Birgisdóttur “Margt í mörgu”. Hildigunnur sýnir teikningar og skúlptúra sem eru framhald af vangaveltum hennar um kerfi og reglur – glundroða og útnára efnisheimsins. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar og stendur til 20. mars.
Allir velkomnir – aðgangur ókeypis
“Tilraunakennd verk Hildigunnar byggjast gjarnan á leikjum, leikirnir á reglum og reglur eru kerfi. Kerfin eiga rætur sínar að rekja til eðlisfræðilegra fyrirbæra og heimspekilegra vangaveltna um hringrásir og heimskerfi en lúta lögmálum og formfræði leikja og spila. En í leikjum eru reglurnar ekki fullkomnar, einhver svindlar og sum kerfin ganga alls ekki upp. Þannig er það ekki síður uppbrotin og útfellingarnar sem verkin hverfast um. Þau eru einskonar könnun á kerfum sem eru ekki svo einföld þrátt fyrir einfalda og jafnvel barnslega framsetningu. Með því nálgast listamaðurinn viðfangsefnið á afslappaðan hátt sem leiðir auðveldar skilning áhorfendans um leið og hún gefur honum svigrúm til að velta hlutunum fyrir sér á nýjan hátt.”