Miðvikudaginn 24. febrúar verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður velt upp spurningunni: Hvernig er skóli án eineltis?
Starfsfólk Skólaskrifstofu hefur leitað til ýmissa aðila í skólasamfélaginu, barna, foreldra, kennara og sérfræðinga til að fá svar við þessari spurningu. Gerð verður grein fyrir niðurstöðum úr þessari könnun og áhersla lögð á umræður um málefnið. Rætt verður um hvað skólasamfélagið, þar með taldir foreldrar, geta gert saman til að búa til góðan skóla án eineltis.
Að venju verður opna húsið í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20 og stendur til kl. 21.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Heitt á könnunni.