Skipulags- og byggingarnefnd boðar til samráðsfundar með íbúum Mosfellsbæjar í Lágafellsskóla þriðjudaginn 2. mars kl. 20. Umræðuefnið er nýtt hesthúsahverfi í Mosfellsbæ.
Nú stendur yfir endurskoðun aðalskipulags bæjarins og leggja bæjaryfirvöld áherslu á virkt samráð við íbúa sveitarfélagsins um endurskoðun aðalskipulags. Því er kallað eftir hugmyndum, tillögum og athugasemdum frá íbúum.
Íbúar eru hvattir til að kynna sér efni um aðalskipulagið og endurskoðun þess á vef Mosfellsbæjar á slóðinni mos.is/endurskodunadalskipulags.
Skipulags- og byggingarnefnd boðar til samráðsfundar með íbúum Mosfellsbæjar í Lágafellsskóla þriðjudaginn 2. mars kl. 20. Umræðuefnið er nýtt hesthúsahverfi í Mosfellsbæ. Nokkur svæði hafa verið fundin sem hentað gætu fyrir nýtt hesthúsahverfi.
Þessi svæði verða til umræðu á fundinum og er óskað eftir skoðunum íbúa á þeim. Hestamennska og önnur útivist skipar hærri sess í Mosfellsbæ en í flestum öðrum sveitarfélögum í þéttbýli, samanber það að hesthúsahverfi bæjarbúa er miðsvæðis í byggðinni.
Hverfið hefur mjög takmarkaða stækkunarmöguleika og lengi hefur veirð rætt um að finna stað fyrir nýtt hesthúsahverfi í bæjarlandinu. Það er eitt af viðfangsefnum í yfirstandandi endurskðun aðalskipulagsins, sem á að gilda til ársins 2030. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér þau svæði sem til umræðu eru.